Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Hræðilegt slys á verkstæði Björns: „Felga af hjólbarða hrökk í höfuð hans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fimmtudagsmorguninn, 1. nóvember, 1965 lenti Björn Ólafsson í hörmulegu slysi þar sem felga hrökk í höfuðið á honum. Hann lá meðvitundarlaus á gólfi verkstæðisins þegar vinnufélaga hans bar að.

Björn var samstundis fluttur á sjúkrahús en þar lést hann af sárum sínum og náði í raun aldrei meðvitund. Lét hann eftir sig eiginkonu og níu börn.

Morgunblaðið greinir frá óhappi Björns:

Það hörmulega slys varð hér á fimmtudagsmorgun sl. að 48 ára  gamall maður, Björn Ólafsson að nafni, beið hana, er felga af hjólbar-a hrökk í höfuð hans. Nánari tildrög slyssins voru þau, að Björn var að vinna í smurstöð og hjólbarðaverkstæði sínu, við að dæla lofti í hjólbarða. Hann var einn á verkstæðinu, en samstarfsmaður hans var enn ókominn úr kaffihléi. Er hann kom þar að, fann hann Björn liggjandi meðvitundarlausan á gólfinu. Hann gerði þegar aðvart og var Björn fluttur á sjúkrahúsið, þar sem hann lézt skömmu síðar án þess að komast  til meðvitundar. Eins og áður segir var enginn viðstaddur er slysið varð, en ljóst þykir að felga af hjólbarða hafi hrokkið í höfuð hans, er hann var að dæla lofti í hjólbarðann, og hafi hann látizt vegna höggsins. Björn lætur eftir sig konu og níu börn, en þar af eru tvö undir fermingaraldri.

Að lokum er sorglegt fráfall þessa sómamanns áminning um hverfulleika lífsins og mikilvægi þess að nýta hverja stund. Björn Ólafsson skildi eftir tóm í hjörtum þeirra sem þekktu hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -