Kvikmyndin Jókerinn hefur notið gífurlegra vinsælda síðan hún var frumsýnd í byrjun október. Myndin hefur halað inn tekjum sem nema 323 milljónum dala í Bandaríkjunum og og 694 milljónum dala utan Bandaríkjanna. Það er Hildur Guðnadóttir sem samdi tónlistina fyrir kvikmyndina.
Hildur sagði frá því í viðtali við Billboard.com hvernig verkefnið kom henni betur á kortið. Spurð út í hvað hafi breyst hvað starfsferillinn varðar síðan Jókerinn kom út sagði Hildur: „Ég er klárlega að fá helling af tilboðum. Ég hef verið ákveðin í að taka ekkert nýtt að mér þessa stundina, síðasta ár var svakalegt.“
Viðtalið við Hildi má lesa í heild sinni á vef Billboard.
Sjá einnig: Mamma Hildar seldi bílinn til að kaupa fyrsta sellóið handa henni: „Mamma, þetta er fyrir þig“