Hildur Guðnadóttir var í gær tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist hennar í kvikmyndinni Joker.
Í færslu sem Hildur birti á Twitter í gær segist hún afar þakklát fyrir stuðning fjölskyldu og vina síðustu daga. Segist hún ekki hafa áttað sig almennilega á öllu sem er að gerast, en segir það yndislegt að geta fagnað með samstarfsfélögum sínum.
„Takk öll fyrir góðar óskir og ást síðastliðna viku. Ég hef ekki náð að átta mig fyllilega á því sem hefur gerst, það var yndislegt að fagna með kollegum mínum og það er yndislegt að finna alla ástina frá fjölskyldu og vinum sem eru langt frá. Ástin sigrar!“
THANK YOU for all the well wishing and love this last week! I haven’t gotten my head around everything that’s been happening, it was wonderful to celebrate so many of my colleagues work in person & it’s wonderful to feel all this love from family and friends from afar! LOVE WINS!
— Hildur Gudnadottir (@hildurness) January 13, 2020
Sjá einnig: Hildur vann Golden Globe