Mánudagur 13. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Hildur Lilliendahl auglýsir einkaflug frá Kanarí

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg, auglýsir einkaflug frá Kanarí næsta mánudag. Það gerir hún í hópi Íslendinga sem búsettir eru á eyjunum en einkavélin fer frá Gran Canaria eyjunni þar sem Hildur var föst í útgöngubanni í vor.

Hildur segir fjögur sæti laus í vélinni fyrir örvæntingarfulla landa hennar og að þeir fyrstu sem hafi samband fái sæti. Hún segir að sætið kosti sitt en að matur verði innifalinn í fargjaldinu. Ljóst er að Hildur mun sjálf fljúga með vélinni en hún býðst til að taka með sér atkvæði Íslendinga á eyjunni fyrir forsetakosningarnar.

„Ef einhver ykkar eru mjög örvæntingarfull að komast heim veit ég um fjögur laus sæti í einkaflugi frá LPA til KEF eða REY kl. 12 á hádegi mánudaginn 22/6. Kostar miiikið, alveg 1000$ per sæti en það fylgir matur. Sendið mér skilaboð fyrir nánari upplýsingar. Þau sem staðfesta fyrst verða fremst í röð. Ef þið viljið koma atkvæðum í þetta sama flug þurfa þau líka að komast til mín í Las Palmas um helgina. Ástarkveðjur!,“ segir Hildur Lilliendahl í færslu inni á Facebook-hópi ætluðum búsettur Íslendingum á Kanaríeyjum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -