Fimmtudagur 16. janúar, 2025
4.8 C
Reykjavik

Hildur Oddsdóttir var með anorexíu 17 ára: „Mér fannst ég vera að fitna ef ég sat bein“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Jólasveinahjálparkokkar voru stofnaðir 7. desember 2016 sem persónulegt verkefni á vegum Hildar Oddsdóttur en undir vernd Pepp Ísland, grasrótar fólks í fátækt. Hildur Oddsdóttir sem er einstæð tveggja barna móðir sem þekkir fátækt aðeins of vel á eigin skinni, hafði þá starfað með samtökum gegn fátækt um nokkurn tíma og m.a. farið fyrir hönd Íslands til Brussel á ráðstefnu um málefni tengd fátækt innan Evrópu. Starfið varð henni sú andagift sem þurfti til að fara út fyrir þægindarrammann og eftir að hafa skapað þetta verkefni tókst henni að styðja við 120 börn strax fyrstu jólin. Verkefnið óx hratt og vatt upp á sig með hverjum jólum síðan sem varð til þess að stofnað hefur verið formlegt félag með sér kennitölu, sjálfstæðri stjórn og bókhaldi til að hafa allt eins löglegt og gagnsætt og hægt er svo að þeir sem styrkja verkefnið geti treyst okkur og okkar starfi. Stjórnin er skipuð af fólki sem allt þekkri fátækt á eigin skinni og hafi því þekkingu á og skilning á málefninu.

Og nú, árið 2021, eru Jólasveinahjálparkokkarnir tilbúnir í slaginn. Margir koma með hlutina beint til Hildar svo sem bækur, sælgæti og leikföng en stundum tengir hún þá sem þurfa aðstoð og þá sem gefa. Á meðal þeirra sem leita eftir aðstoð í gegnum síðuna eru til dæmis einstæðar mæður, öryrkjar og jafnvel hjón sem bæði eru útivinnandi en sem eru á lágum launum.

Stjórnin er skipuð af fólki sem allt þekkri fátækt á eigin skinni og hafi því þekkingu á og skilning á málefninu.

Hildur Oddsdóttir

Var 42 kíló

Lífsleið Hildar hefur verið þyrnum stráð og þekkir hún fátækt og aðra erfiðleika á eigin skinni. Æskuárin voru erfið þar sem byrjað var að leggja hana í einelti 12 ára gamla þegar ný stelpa byrjaði í skólanum sem fór að bera út sögur um Hildi og þá hófst stríðnin. Hildur er lesblind, var með námsörðugleika og barnaflogaveiki og fór hún í kjölfarið að finna fyrir þunglyndiseinkennum, meðal annars út af eineltinu, og sjálfstraustið varð lítið. 13 ára var hún send í unglingaathvarf.

Hún var 17 ára þegar hún fékk anorexíu og var 42 kíló þegar hún var léttust. Suma daga borðaði hún ekki neitt og blæðingar hættu um tíma. Hún var send til sálfræðings og eftir það fór ástandið að lagast.

- Auglýsing -

„Ég borðaði til dæmis ristað brauð og cornflakes en þetta var einhæft fæði. Ég borðaði stundum einu sinni á dag og stundum ekkert suma dagana og ég sat alltaf í kuðung því mér fannst ég vera að fitna ef ég sat bein. Hugsunin var alveg í botni hjá mér; það klikkar eitthvað hjá manni þegar maður er í svona ástandi. Ég var ekkert söm og blæðingar hættu um tíma.Það var reynt að taka fram fyrir hendurnar á mér og það var svolítið stríð. Ég var send til sálfræðings og mér fannst hann vera eitthvað gúgú í kollinum. Svo settist ég niður með foreldrum mínum sem höfðu kynnt sér málið og þá settu þau fótinn niður: Mér var sagt að annaðhvort ynni ég með þeim eða þau myndu leggja mig inn. Besta vinkona mín setti líka fótinn niður og hún hjálpaði mér heilmikið. Hún sat bara og setti mat á disk og sagði að ég fengi ekkert að standa upp frá borðinu fyrr en ég væri búin að klára það sem væri á diskinum. Það gerðist smátt og smátt en ég var ekki með neina matarlyst. Ég fór rólega af stað en maginn var viðkvæmur fyrir öllu.“Hildur segir að það hafi tekið sig tæpt ár að geta farið að borða eðlilega.

Hugsunin var alveg í botni hjá mér; það klikkar eitthvað hjá manni þegar maður er í svona ástandi.

Svo kom upp erfitt, persónulegt mál árið 2004, og segir hún að þá hafi heimurinn hrunið og að hún hafi þá fengið taugaáfall. „Ég grét í tvo daga.“

Hún fór á bráðamóttöku Landspítalans og fór í kjölfarið í meðferð á Hvítbandi, sem er göngudeild geðdeildar Landspítalans, og síðan fór hún í Hringsjá sem er náms- og starfsendurhæfing.Hildur er greind með þunglynd en hún er líka um þráhyggjuröskun og maníu en það síðastnefnda tengist anorexíunni. Hún finnur þó ekki fyrir maníunni í dag. Þá hefur hún nær alla tíð verið með gigt með tilheyrandi verkjum. Hildur fór svo á örorkubætur árið 2005.

- Auglýsing -

Synirnir eru tveir, 19 ára og átta ára og hefur Hildur reglulega sótt aðstoð til Mæðrastyrksnefndar, Fjölskylduhjálpar Íslands og Hjálparstofnunar kirkjunnar til að fá mat og aðra aðstoð, til dæmis varðandi fatnað, skóla og fermingu.

„Ég fór fyrst til mæðrastyrksnefndar árið 2002 þegar ég var í fæðingarorlofi. Fyrstu skrefin voru erfið; það má líkja þessu við að mér hafi fundist þung lóð vera föst á ökklunum. Skömmin var svo mikil að kvíðinn yfirtók mann. Ég þurfti að setja sjálfstraustið algjörlega til hliðar. Það var náttúrlega heilmikill pakki að taka þessi skref.“

Ég fór fyrst til mæðrastyrksnefndar árið 2002 þegar ég var í fæðingarorlofi.

Pepp eru samtök fólks í fátækt og eru öllum opin sem hafa reynslu af fátækt og félagslegri einangrun og vilja taka þátt í öflugu starfi til að breyta aðstæðum fólks sem býr við fátækt og viðhorfum samfélagsins til þess. Pepp starfar með jákvæðni og valdeflingu sem meginmarkmið og gengur út á að fólk sem býr við fátækt sæki valdeflingu í að tala sínu eigin máli á opinberum vettvangi og aðstoða aðra í svipuðum aðstæðum.

Hildur, sem er í samtökunum Pepp, viðurkennir að það að standa á bak við fyrrnefnda söfnun Jólasveitahjálparkokkanna auki sjálfstraust hennar. „Þetta gefur mér að ég get gefið eitthvað sjálf til baka. Ég fæ aðstoð en ég get aldrei gefið það sama til baka en þarna get ég gefið til baka með því að hjálpa öðrum sem eru í sömu sporum.“

Þetta gefur mér að ég get gefið eitthvað sjálf til baka.

 

 

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -