Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til BAFTA-sjónvarpsverðlauna fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Tilnefningarnar voru tilkynntar fyrir skemmstu á vef BAFTA.
Þættirnir Chernobyl eru með 14 tilnefningar, þar á meðal fyrir tónlistina sem Hildur samdi. Þættirnir The Crown eru með sjö tilnefningar, Fleabag með sex og Giri / Haji með sex tilnefningar.
Hátíðinni verður sjónvarpað beint 31. júlí og verður hún haldin með breyttu sniðið án gesta vegna kórónuveirufaraldurins.
Þess má geta að Hildur vann BAFTA-kvikmyndaverðlaun fyrir tónlistina í Joker fyrr á þessu ári.
Sjá einnig: Hildur Guðnadóttir: Hafnfirðingurinn sem heillar heimsbyggðina