Mánudagur 23. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna fyrir tónlistina í Chernobyl

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónskáldið Hildur Guðnadóttir er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna 2020 fyrir tónlist sína við þættina Chernobyl. Tilnefningarnanr voru kynntar í gær.

Hildur hefur þegar hlotið eftirsótt verðlaun fyrir tónlistina í Chernobyl, meðal annars Emmy-verðlaun.

Hild­ur er til­nefnd fyr­ir bestu tónlist í sjón­ræn­um miðlum (Best Score Soundtrack For Visual Media) en sá flokk­ur nær yfir kvik­mynd­ir, sjón­varpsþætti, tölvuleiki og aðra sjónræna miðla.

Aðrir sem eru tilnefndir í sama flokki eru Alan Silvestri fyrir tónlistina í Avengers: Endgame, Ramin Djawadi fyrir tónlistina í áttundu seríu Game of Thrones, Hans Zimmer fyrir tónlistinina í Lion King og Marc Shaiman fyrir tónlistina í Mary Poppins Returns.

Grammy-verðlaun­in verða af­hent í 62. sinn þann 27. janú­ar, 2020.

Sjá einnig: Mamma Hildar seldi bílinn til að kaupa fyrsta sellóið handa henni: „Mamma, þetta er fyrir þig“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -