Þriðjudagur 24. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hildur vann Golden Globe

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hildur Guðnadóttir tónskáld vann Golden Globe í kvöld þegar hátíðin var haldin í 77. sinn, fyrir bestu tónlistina í kvikmyndinni Joker.

 

Hildur getur hlotið fleiri verðlaun fyrir Joker á þessu ári, en hún er tilnefnd til Critics Choice verðlaunanna sem fara fram 13. janúar, og er enn meðal þeirra sem geta hlotið tilnefningu til Óskarsverðlauna, en þau fara fram 9. febrúar.

Hildur Guðnadóttir, Paul Rudd og Jennifer Lopez. Mynd / EPA

Hildur er annar Íslendingurinn og önnur konan til að hljóta Golden Globe verðlaunin fyrir frumsamda kvikmyndatónlist. Jóhann Jóhannsson hlaut þau fyrir tónlistina í The Theory of Everything árið 2015 og Lisa Gerrard hlaut þau, ásamt Hans Zimmer, fyrir tónlistina í Gladiator árið 2000.

Aðrir sem tilnefndir voru í sama flokki ásamt Hildi voru:
Alexander Desplat – Little Women
Thomas Newman – 1917
Daniel Pemberton – Motherless Brooklyn
Randy Newman – Marriage Story

- Auglýsing -

Myndir / EPA

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -