Þriðjudagur 10. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Hilmar hafnar því að SSF hafi boðið sátt: Krefst 75 milljóna í bætur vegna eineltis og ofbeldis

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fyrrum fjármálastjóri Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, Hilmar Vilberg Gylfason gaf frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann harðneitar að félagið hafi boðið honum sátt eftir kvörtun hans um einelti og ofbeldi yfirmanna hans. Svarar Hilmar þannig yfirlýsingu félagsins sem kom fram í gær.

Hilmar hefur nú kært SSF og krefst sjötíu og fimm milljóna króna í bætur frá SSF eftir að honum var vikið úr starfi eftir að hann kvartaði undan langvarandi einelti og ofbeldi af hendi yfirmanna sinna. Vísir sagði frá málinu í gær.

Í fyrradag sagðist lögmaður SSF að samtökin hefðu gert tilraun til sátta við Hilmar en án árangurs. Þá telji þau sig hafa gert upp við hann með sanngirni að leiðarljósi.

Í yfirlýsingu Hilmars sem hann sendi frá sér í gær, segir hann það ósannindi að SSF hafi boðið sér sátt í málinu.

„Þessi meinta sátt fólst í því að ég myndi hætta störfum hjá stéttarfélaginu og ekki yrði gerði nein úttekt á umkvörtunum mínum. Voru mér settir þeir afarkostir að annað hvort myndi ég skrifa undir starfslokasamning eða að mér yrði sagt upp störfum,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá fullyrðir hann að þetta hafi gerst eftir að SFF hafi dregið sig án fyrirvara út úr framkvæmd á lögbundinni úttekt á vinnuástæðum, einelti og ofbeldi.

- Auglýsing -

Segir Hilmar að hann hafi fengið í kjölfarið sendan einhliða starfslokasamning sem hafi falið í sér að hann láti undan kröfu um greidda yfirvinnu, stærstan hluta af uppsöfnuðu orlofi og í þokkabót að hann greiddi sjálfur stóran hluta lögfræðikostnaðar en stjórn félagsins hafði áður lofað að greiða þann kostnað. Þá hafi einnig verið skilyrði í samningnum þess efnis að hann mætti ekki tjá sig um innihald samningsins né aðdraganda starfslokanna.

„Í stuttu máli var þessi tillaga að starfslokasamningi svo fjarstæðukennd að ekki nokkurt stéttarfélag á landinu hefði ráðlagt félagsmanni sínum að taka honum,“ segir í yfirlýsingu Hilmars.

Stjórnin hunsaði gagntilboði Hilmars og sagði honum síðan upp fyrirvaralaust í miðju veikindaleyfi.

- Auglýsing -

„Vil ég sérstaklega taka fram að SSF hefur hafnað því að samskipti varðandi þetta séu lögð fyrir dóminn þrátt fyrir beiðni mína þar um. Og einnig alfarið hunsað beiðni mína um að fundargerðir stjórnar stéttarfélagsins þar sem fjallað var um mín málefni verði lagðar fram í málinu. Það er því augljóst að SSF telur þessi gögn og þar með ákvarðanir sínar í mínum málefnum ekki þola dagsljósið,“ segir í yfirlýsingunni.

Persónuvernd hefur úrskurðað að SSF hafi brotið á Hilmari í þremur málum og hefur þrjú önnur mál til skoðunar.

Ekki náðist í Friðbert Traustason, framkvæmdarstjóra SSF, við vinnslu þessarar fréttar.

Mannlíf hefur undir höndum gögn tengd málinu og mun fjalla nánar um það á næstu dögum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -