Fimmtudagur 26. desember, 2024
-0.6 C
Reykjavik

Hilmar Snær endaði í 5. sæti í svigi á Heimsmeistaramóti IPC: „Hann var alveg geggjaður”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Skíðamaðurinn ungi, Hilmar Snær Örvarsson, sem skíðar fyrir Víking, varð í gær fimmti í svigi á Heimsmeistaramóti IPC í Lillehammer, Noregi. Hilmar var níundi eftir fyrri ferðina en náði að hífa sig upp í fimmta sætið í seinni ferðinni.

Hvatisport.is sagði frá málinu í gær. Þar kemur fram að Hilmar hafi þannig lokið keppni á Heimsmeistaramótinu í 21. sæti í stórsvigi og 5. sæti í svigkeppninni. Alls voru 40 keppendur í standandi flokki Hilmars á mótinu en þar voru komnir saman allir fremstu skíðamenn heims en mótið er liður í lokaundirbúningi fyrir Vetrar Paralympics sem haldið verður í Kína í mars.

Í samtali við Hvatisport.is sagðist annar tveggja þjálfara Hilmars, Þórður Georg Hjörleyfsson, afar ánægður með sinn mann. „Hilmar átti gríðarlega góða seinni ferð í dag, sér í lagi í efri parti brautarinnar. Hann var alveg geggjaður en nokkur munur var á brautinni í fyrri og seinni ferð og má segja að brautin í seinni ferðinni hafi hentað honum vel sem skíðamanni. Nú tekur við undirbúningur fyrir Vetrar Paralympics og það verður ekki síður spennandi keppni þar á ferðinni,” sagði Þórður Georg sem þjálfar Hilmar ásamt Marko Spoljaric.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -