Fimmtudagur 26. desember, 2024
2.8 C
Reykjavik

Hilmir Snær var hrokafullur í upphafi ferilsins: „Ég fann alveg dálítið til mín“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Afmælisbarn dagsins er einn dáðasti leikari þjóðarinnar, Hilmir Snær Guðnason. Árið sem hann fæddist á var 1969 sem gerir hann 53 ára í dag.

Hilmir hefur heillað þjóðina síðan hann útskrifaðist úr leiklistarskólanum árið 1994. Má segja að hann hafi orðið stjarna á einni nóttu en Baltasar Kormákur bauð honum hlutverk í Hárinu rétt fyrir útskrift úr leiklistarskólanum. Hilmir sló til og sló í gegn. Hefur hann síðan leikið í fjölmörgum leikritum, sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, nú síðast í kvikmyndinni Dýrið sem slegið hefur rækilega í gegn úti í löndum og er hún jafnvel orðuð við Óskarinn.

Hilmir Snær var í viðtali í Fréttablaðinu í fyrra þar sem hann fer yfir ferilinn og lífið. Hafði hann orð á því að hann hafi verið full hrokafullur í upphafi ferilsins enda ungur þegar hann sló í gegn.

„Sko, ég man alveg eftir því að hafa verið hrokafullur og leiðinlegur á tímabilum,“ segir hann og hlær. „Ég var náttúrulega bara mjög ungur og þetta gerist mjög hratt. Ég fann alveg dálítið til mín, allt í einu orðinn frægur, en svo þroskast maður og þróast og kemst yfir það,“ bætir hann við.

„Svo fattar maður að leikhúsinu er ekki haldið uppi af einum leikara eða að engu er haldið uppi af einni manneskju.“

Þá segir Hilmir bransann á Íslandi lítinn og að fljótt spyrjist út ef einhver er hrokafullur. „Ég held að það hafi nú alveg verið sagt um mig en þetta hefur breyst og nú reynir maður líka að vera fyrirmynd og styðja við þá yngri, það eru nefnilega forréttindin við þetta starf að maður fær að vinna með öllum kynslóðum, ég á vini sem eru jafnvel yngri en dóttir mín og eldri en mamma,“ segir Hilmir en hann á tvær dætur, önnur þeirra er á þrettánda árinu og hin á því tuttugasta og sjöunda.

- Auglýsing -

Mannlíf óskar Hilmi Snæ innilega til hamingju með afmælið!

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -