„Rétt hefur hækkað um 28 prósent á þessu tímabili, erlend hækkun og hækkun á flutningskostnaði til landsins skýra þessu hækkun að mestu en álagning Bónus á vörunni jókst um 2 prósent líka á þessu tímabili,“ sagði Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri hjá Bónus þegar Mannlíf leitaði viðbragða við gríðarlegri hækkun á kattamat.
Á fimm mánuðum eða frá því í október og fram í apríl hefur kassi af Plasir kattamat sem Bónus selur hækkað um 28,6 prósent. Í október kostaði kassinn 698 krónur en kostaði í apríl 898 krónur.
Gæludýraeigendur finna svo sannarlega fyrir þeim verðhækkunum sem hafa orðið undanfarið. Hækkunin er langt umfram aðrar hækkanir sem dynja á neytendum þessi misserin eins og Mannlíf greindi frá í mars.