Laugardagur 26. október, 2024
4.5 C
Reykjavik

Himinhá hækkun á kattamat – Hækkaði um 28 prósent á nokkrum mánuðum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Rétt hefur hækkað um 28 prósent á þessu tímabili, erlend hækkun og hækkun á flutningskostnaði til landsins skýra þessu hækkun að mestu en álagning Bónus á vörunni jókst um 2 prósent  líka á þessu tímabili,“ sagði Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri hjá Bónus þegar Mannlíf leitaði viðbragða við gríðarlegri hækkun á kattamat.

Á fimm mánuðum eða frá því í október og fram í apríl hefur kassi af Plasir kattamat sem Bónus selur hækkað um 28,6 prósent. Í október kostaði kassinn 698 krónur en kostaði í apríl 898 krónur.

Gæludýraeigendur finna svo sannarlega fyrir þeim verðhækkunum sem hafa orðið undanfarið. Hækkunin er langt umfram aðrar hækkanir sem dynja á neytendum þessi misserin eins og Mannlíf greindi frá í mars.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -