Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er sá launahæsti þegar litið er til ríkisfyrirtækja og embættismanna. Hann er með 6,1 milljón króna í mánaðarlaun eða sem nemur 200 þúsund krónum á dag. Tekjur hans eru birtar í Frjálsri verslun. Ef Óskar vinnur 10 tíma á dag, fimm daga vikunnar, er hann með 40 þúsund krónur á unna klukkustund. Óskar hefur verið áberandi í umræðuunni vegna Covid, enda hvíla bólusetningar og skimanir á herðum hans.
Næsthæstur í þessum flokki er bæjarstarfsmaðurinn Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri Faxaflóahafna, sem snarar inn 4,1 milljón á mánuði. Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, kemur á hæla þeirra tveggja með 3,7 milljónir á mánuði. Páll Matthíasson, forstjóri Landsspítalans, er talsvert neðar á listanum með aðeins 2,6 milljónir króna í mánaðarlaun eða svipað og Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Samkvæmt þessum tölum eru nægir peningar innan ríkis og sveitarfélaga og heilbrigðiskerfið er vel haldið með marga gullkálfa á fóðrum.,