Það er hvítasunnudagur. Tveir drengir leika sér við varðstöð Bandaríkjahers við Hallveigarstíg og annar þeirra fer upp í bíl á vegum hersins og startar bílnum. Hermaður sem hafði haft afskipti af þeim rétt áður, rekur drenginn út úr bílnum og drengurinn hlýðir. Hermaðurinn gengur upp að drengnum og leggur byssuhlaup við gagnauga hans. Og tekur í gikkinn. Lífvana drengurinn dettur í jörðina. Þessi hvítasunnudagur er orðinn kolsvartur. Þetta var árið 1942.
Í blaðinu Íslendingur er atvikinu svo lýst:
Á hvítasunnudag kl. 11 árdegis gerðist sá óheyrilegi atburður í Reykjavík, að amerískur hermaður skaut 12 ára dreng til bana, er var að leik með öðrum dreng nálægt
varðstöðvum hermannsins. Þetta furðulega glæpaverk gerði hvítasunnuhátíðina að sorgardegi í Reykjavík og annarsstaðar, er fregnin spurðist. Drengurinn hét Jón Hinrik Benediktsson og átti heima aö Ingólfsstræti 21 í Reykjavík. Hermaðurinn og yfirmenn hans
voru óðar handteknir, en herstjórn og sendiherra Bandaríkjanna lýstu yfir harmi sínum yfir þessum atburði. Málið er enn ekki upplýst að fullu, en frekari upplýsingar hljóta að varða gefnar mjög bráðlega.
Í Morgunblaðinu var fjallað ítarlega um málið en meðal þess sem fram kom þar voru frásagnir nokkurra vitna.
Ein frásögnin kemur frá leikbróður Jóns, Guðmundi.
„Fyrir hádegi í dag hitti jeg leikbróðir minn, Jón Hinrik Benediktsson. Hann ætlaði að
kaupa sjer filmu í myndavjel og fór jeg með honum í Lyfjabúðirnar Ingólfs Apótek,
Reykjavíkur Apótek og Lauga-,vegs i Apótek, én hvergi var filmu að fá. Þegar við komum
úr Laugavegs Apóteki gengum við suður Bergstaðastræti óg niður Hallveigarstíg, framhjá
herstöðinni, sem er þar norðanmegin götunnar. Við stoppuðum móts við hermann, sem stóð á verði á Hallveigarstígnum, móts við herbúðirnar. Svo kom hermaður og festi upp auglýsingu í varðmannsskýlið. Við Jón fórum að skýlinu og lásum auglýsinguna. Svo gengum við niður með girðingunni, niður að Ingólfsstræti. Jeg var með skammbyssu, tálgaða úr trje. Jón kippti af mjer byssunni og henti henni yfir girðinguna inn á milli herbúðanna. Jón stökk svo aftur upp á móts við varðmanninn og jeg sagði honum
að ná í byssuna. Um sama leyti tók hermaður byssuna og kastaði henni út fyrir girðinguna og greip hana þá lítill strákur, sem var þar fyrir utan. Jón hljóp inn um hliðið á girðingunni, framhjá varðmanninum. Varðmaðurinn kallaði þá til hans og, að mjer skildist, skipaði honum að koma út og hlýddi Jón því strax. Jeg var með dolk í slíðri, sem var fest í strenginn á buxunum mínum og tók jeg nú dolkinn og fór að kasta honum í ljósastaur, sem stendur skamt frá stað þeim, sem varðmaðurinn stóð á og var jeg að reyna að láta oddinn stingast í staurinn. Jeg lánaði svo Jóni dolkinn og hann gerði það sama og jeg, kastaði honum í staurinn og reyndi að láta oddinn stingast í trjeð. Þar næst fór Jón upp í lítinn bíl, sem stóð við girðinguna, rjett hjá varðmanninum. Jón fiktaði við stýrið á bifreiðinni, en gerði ekki annað. Varðmaðurinn kom þá út úr skýlinu og kallaði til Jóns og fór Jón þá niður úr bílnum.
Þá vildi jeg fara heim, en Jón sagði að við skyldum bíða til kl. 12, því þá mundu hermennirnir gefa okkur epli, það væri hátíðisdagur hjá þeim í dag. Jeg var til með að bíða. Við stóðum svo þarna á götunni og töluðum eitthvað saman. Svo fór Jón aftur upp í sama bílinn og áður og fór þá að ,starta’ bílnum. Varðmaðurinn kom þá aftur út úr byrginu, gekk að bílnum og skipaði honum út úr bílnum, að því er mjer skildist.Jón hlýddi því strax og fór út úr bílnum. Jón fór svo upp að girðingunni bak við bílinn og jeg kom þangað til hans. Varðmaðurinn var með stóra byssu, jeg heyrði og sá að hann spenti byssuna upp. Þá var hann götumegin við bílinn. Svo gekk hann að Jóni og beindi byssuhlaupinu að höfðinu á honum, svo reið skotið af, Jón fjell í götuna og jeg sá að blóð rann úr vitum hans. Varðmaðurinn gekk svo í burtu án þess að hreyfa neitt við Jóni, en jeg hljóp í burtu
niður á Ingólfsstræti og svo skemstu leið heim til mín.“
Gunnlaugur Magnússon skrifstofumaður var eitt af vitnunum.
„Jeg bý á fyrstu hæð hússins Hallveigarstíg 2, og er þar herbergi mitt austan megin við for-
stofuinnganginn og snýr herbergisglugginn út að Hallveigarstígnum. 1 morgun, þegar jeg
var að klæða mig, varð mjer litið út um herbergisgluggann og sá þá hermenn standa við endann á bifreið, sem stóð rjett fyrir vestan varðmannsskýlið. Hermaðurinn beindi byssu að
dreng, sem stóð þar fyrir framan hann upp við girðinguna. Á næsta augnabliki heyrði jeg
skothvell og drengurinn datt niður í götuna og lenti með höfuðið ofan í litlum vatnspolli, sem var þar á götunni á milli girðingarinnar og bílsins. Hermaðurinn gekk svo í burtu og inn í herbúðirnar, en nokkrir hermenn komu út í girðingarhliðið og einn hermaður gekk að
drengnum með teppi og breiddi yfir hann. Alveg rjett á eftir komu tveir hermenn með börur og báru drenginn inn í herbúðirnar. Jeg heyrði ekki nema einn skothvell.“
Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi á stríðsárunum hét Lincoln MacVeagh en hann sendi yfirlýsingu á alla helstu fjölmiðla landsins þar sem hann harmaði atburðinn.
„Það hefir fengið mjög á alla sanna Bandaríkjamenn við frjettirnar um hinn sorglega atburð. Við erum hjer á íslandi sem vinir íslands til að gera gott en ekki ilt og við óskum að hjálpa landinu á allan mögulegan hátt. Við lítum á það sem heiður fyrir okkur að dvelja hjer, og okkur er það sjerstakur harmur að við skulum vera valdir að sorg hjer á landi. Verið er að rannsaka þetta mál, en það er hægt að segja það strax, að það er sjerstaklega hræðilegt í augum Bandaríkjamanna sem elska börn, að drengurinn skuli hafa verið skotinn til bana. Hin harmi lostna fjölskylda og allir sorgmæddir Islendingar mega vera vissir um, að óteljandi Bandaríkjamenn syrgja með þeim af heilum hug.“
Málið vakti skiljanlega mikinn óhug á Íslandi enda ekki á hverjum degi sem morð var framið á landinu, hvað þá á barni. Hermaðurinn sagði skotið hafa verið slysaskot en hann fór fyrir herrétt í Bandaríkjunum. Alþýðublaðið sagði svo frá úrskurðinum í málinu:
Mál litla drengsins, Jóns Benediktssonar, sem skotinn var til bana af ameríkskum hermanni síðastliðinn hvítasunnudagsmorgun: Hermaðurinn reyndist sjúkur af brjálsemi. Var hann
sendur í geðveikrahæli í Bandaríkjunum.