Hinrik Ingi Óskarsson er sagður eltihrellir Svölu Lindar Ægisdóttur og fjölskyldu hennar. Svo herma heimildir Mannlífs. Hann hefur ítrekað ratað í fjölmiðla en hann var Íslandsmeistari í Crossfit árið 2016 í stutta stund. Hann var sviptur þeim titli eftir að hann hótað tveimur starfsmönnum lyfjaeftirlitsins en þeir hugðust taka hann í lyfjapróf. Árið 2019 var hann svo settur í bann eftir að frammistöðubætandi efni, ostarine og RAD-140, fundust í sýni hans eftir Reykjavík CrossFit Championship.
Svala Lind opnaði sig fyrst á Facebook um málið en þar sagðist hún ráðalaus gagnvart eltihrelli sem hefði kvalið hana í nokkra mánuði. Hún greindi ekki frá nafni hans líkt og lesa má í eftirfarandi texta: „XXXXXX var hér undir morgunn fyrir UTAN heimilið mitt þrátt fyrir nálgunarbann. Hann framdi brot á nálgunarbanni og eignarspjöll á bílnum mínum. Ég er með upptökur af símtölum til mín með líflátshótunum í minn garð sem og minna nánustu. Sonur minn er líka búinn að fá líflátshótanir og óteljandi símtöl frá XXXXXX.“
Svala lýsti svo daglegu áreit í Bítinu á Bylgjunni í gær en að hennar sögn hófst það vegna afbrýðissemi Hinrik í garð sonar hennar. Hann vinnur með fyrrverandi kærustu Hinrik. „Síðan hefjast bara endalaus símtöl, úr leyninúmeri og úr hans eigin síma, skilaboð, jafnvel í gegnum annað fólk, skilaboð í gegnum Instagram. Hótanir. Keyra fyrir utan heima hjá okkur með látum og annarlegu aksturslagi fram og til baka, í rólegu hverfi. Hann áreitir okkur á vinnustað, kemur á vinnustaðinn, þar sem hann sker á dekkin á bílnum mínum. Það var allt tekið upp á myndavél. Við höfum bara mikið af sönnunum um að hann hefur margítrekað brotið nálgunarbann.“
Mannlíf gerði tilraun til að ná tali af Hinrik án árangurs. Hinrik var hins vegar í drottningarviðtali hjá Trendnet árið 2016 þar sem hann lýsti sjálfum sér með þessum orðum: „Léttur, ljúfur og kátur!!“. Hann ætti það þó til að vera „all in“ í áhugamálum sínum. Hann sagðist hafa fyrst orðið Íslandsmeistari þegar hann var rétt ríflega tvítugur:
„Já ég hef verið í íþróttum síðan ég man eftir mér – hef alltaf verið svolítið “all in” í öllu sem ég hef áhuga á og vil alltaf ná sem lengst í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ég stundaði fótbolta með Breiðablik frá 5 ára aldri þangað til ég var 19 ára og stundaði Motorcross samhliða því frá 10 ára aldri og keppti í því í mörg ár og krækti mér í einn íslandsmeistara titil árið 2011 í þeirri grein!“