Hinrik Ingi Óskarsson crossfitkappi hefur verið úrskurðaður í síbrotagæslu til 17. febrúar næstkomandi í tengslum við uppákomu á Reykjanesbautinni þar sem maður gekk berserksgang og sparkaði í bíl eftir að hafa stöðvað bifreið sína á miðri brautinni. Mannlíf greindi á sinum tíma frá málinu og birti myndband sem náðist af atvikinu. Vakti það mikla athygli.
Hinrik á að baki nokkurn brotaferil en í fyrra var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Árið 2019 féll Hinrik á lyfjaprófi á heimsleikunum í Crossfit en neitaði sök.