Föstudagur 22. nóvember, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Hinsegin dagar hefjast í dag

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinsegin dagar hefjast í dag. Hefð hefur skapast undanfarin ár að opna hátíðina með því að mála regnboga í Reykjavík. Árið 2015 var regnbogi málaður á Skólavörðustíg og allt síðan hefur hátíðin opnað með regnbogamálun. Í ár verður götumálunin á Klapparstíg frá Laugavegi upp að Grettisgötu.

Regnboginn verður málaður á Klapparstíg klukkan tólf í dag. Götumálunin er unnin í samstarfi við Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar og er hluti af verkefninu Torg í biðstöðu í miðborg Reykjavíkur. Sjálfboðaliðar sem vilja taka þátt eru hvattir til að mæta með eigin pensla.

Sjálf opnunarhátíðin fer fram í Háskólabíói klukkan 21.00 í kvöld. Hinsegin dagar fagna 20 ára afmæli í ár. Á vef Hinsegin daga segir að opnunarhátíðin sé hið eina sanna „ættarmót“ hinsegin fólks. „Hér kemur fjölskyldan saman og á þessum merku tímamótum verður litið um öxl og þess minnst sem á daga okkar hefur drifið frá því að fyrsta hinsegin hátíðin var haldin á Ingólfstorgi 26. júní árið 1999. Við skyggnumst í fjölskyldualbúmið og að venju mun hópur framúrskarandi listafólks stíga á stokk og færa okkur söng, dans og gleði í hæsta gæðaflokki,“ segir í tilkynningu Hinsegin daga.

Hátíðarhöld Hinsegin daga standa yfir í viku frá 8.- 17. ágúst. Tugir viðburða verða á næstu dögum. Meðal viðburða eru fræðslugöngur og fyrirlestrar, viðburðir tengdir listum og menningu auk skemmtanahalds og tónleika.

Gleðigangan, hápunktur Hinsegin daga, fer fram laugardaginn 17. ágúst klukkan 14.00. „Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví– og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði, ásamt því að minna á þau baráttumál sem skipta hvað mestu máli hverju sinni,“ segir í tilkynningu Hinsegin daga um viðburðinn.

Viðburðardagatal Hinsegin daga má finna á vef hátíðarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -