Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
8.1 C
Reykjavik

Hinsegin dagar tímaskekkja?

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinsegin dagar, sem hófust með pomp og prakt í vikunni, hafa fyrir löngu stimplað sig inn sem ein vinsælustu hátíðahöld á Íslandi, ekki síst Gleðigangan sem fer fram á morgun. Að margra áliti er gangan hápunktur hátíðahaldanna en síðustu ár er talið að á bilinu 70-90 þúsund manns hafi lagt leið sína í miðborgina til að taka þátt eða fylgjast með henni, sem gerir gönguna að einum fjölmennasta viðburði í Reykjavík.

Ánægjulegt er að nánast þriðjungur þjóðarinnar skuli taka þátt í hátíðahöldum sem ganga út á að fagna fjölbreytileika mannlífsins, efla samstöðu hinsegin fólks og gleðjast yfir áföngum sem náðst hafa í réttindabaráttu þess á Íslandi síðustu áratugi því þátttakan sýnir ekki aðeins að stór hluti Íslendinga kýs að búa í samfélagi sem er bæði fjölbreytt og réttlátt heldur líka í samfélagi þar sem mannréttindi eru virt.

Á meðan stór hluti þjóðarinnar fagnar gerist það hins vegar nánast undantekningarlaust á hverju ári að fámennur hópur fólks sér ástæðu til agnúast út í þessa hátíð. Skilur ekki tilganginn með henni þar sem fordómar gagnvart hinsegin fólki séu á undanhaldi í samfélaginu. Hátíðin sé í raun og veru bara tímaskekkja.

Á meðan stór hluti þjóðarinnar fagnar gerist það hins vegar nánast undantekninglaust á hverju ári að fámennur hópur fólks sér ástæðu til agnúast út í þessa hátíð.

Vissulega er rétt að réttindabarátta hinsegin fólks hérlendis síðustu áratugi hefur skilað árangri, eins og sést meðal annars á því hvernig viðhorfið í garð þess hefur almennt batnað og sömuleiðis lagaleg staða vissra hópa undir hinni svokölluðu regnhlíf. Forsíðuviðtal Mannlífs í dag sýnir hins vegar rækilega svart á hvítu að enn er langt í land að hinsegin fólk njóti sömu mannréttinda og aðrir á Íslandi.

„Ég var að labba heim að kvöldlagi þegar strákar á vespu keyra alveg upp að mér og reyna að sparka mig niður.“ Þannig lýsir annar viðmælandinn Sæborg Ninja Guðmundsdóttir óhugnanlegu atviki sem átti sér stað í hverfinu sem hún býr í, en umræddir strákar veittust að henni eingöngu vegna þess að hún er trans kona.

Hinn viðmælandinn, Úlfar Viktor Björnsson, hefur upplifað sinn skerf af ofbeldi en í vetur greindi Úlfar frá því á Facebook hvernig ókunnugur maður kýldi hann í miðbæ Reykjavíkur fyrir það eitt að vera hommi. Úlfar segir atvikið hafa verið það fyrsta þar sem hann var beittur líkamlegu ofbeldi en andlegt ofbeldi og áreiti hefur verið nánast daglegt brauð og Sæborg Ninja hefur jafnhrikalega sögu að segja.

- Auglýsing -

Úlfar og Sæborg vona að með því að stíga fram opni þau á nauðsynlega umræðu um fordómana og ofbeldið sem hinsegin fólk verður enn fyrir á Íslandi þrátt fyrir bætta stöðu. Bæði telja þau Hinsegin daga og Gleðigönguna vera nauðsynlega í því samhengi, því hátíðin sé ekki aðeins haldin til að fagna þeim sigrum sem hafa áunnist í réttindabaráttu hinsegin fólks heldur líka til að vekja athygli á því misrétti og aðkasti sem það verður enn fyrir á Íslandi. Nokkuð sem vert er að hafa í huga, bæði þegar tekið er þátt í fagnaðarlátunum og eins þegar farið er að efast um tilverurétt þessarar hátíðar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -