Föstudagur 10. janúar, 2025
-0.2 C
Reykjavik

Hissa á undanþágubeiðnunum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, er hissa á öllum þeim beiðnum sem berast til yfirvalda um undanþágu frá sóttkví og samkomubanni. Hann lýsti yfir furðu sinni á upplýsingafundi almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag.

Þórólfur minnti á að sá árangur sem hefur náðst í að draga úr útbreiðslu kórónaveirunnar byggist á þeim aðgerðum sem yfirvöld hafa gripið til, þar á meðal samkomubanni.

Hann segir því ólógískt að veita undanþágur og hvetur fólk til að sýna því skilning.

„Þetta mun reyna á úthald allra,“ sagði Þórólfur og minnti aftur á að fólk sé í langhlaupi. „Við erum kannski hálfnuð í þessu, um það bil, þó það sé erfitt að setja tímamörk.“

Þórólfur biður fólk um að reyna að halda í jákvæðnina þrátt fyrir ástandið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -