Lægð nálgast úr suðri – veldur sunnanátt, 5 til 10 metrum á sekúndu; með rigningu á stærstum hluta landsins.
Undir kveld er gert ráð fyrir strekkingsvindi; 10 til 15 metrum – talsverðri eða ansi mikilli rigningu á sunnanverðu landinu.
Þá er bent á það að vöð yfir óbrúaðar ár geta orðið illfær eða ófær vegna gríðarlega mikils vatnsmagns.
Lítil sem engin úrkoma norðaustantil – hiti 18 til 19 stig.
Þá er það morgundagurinn: Spáð er lægð suðvestur af landinu; vindur minnkar eftir því sem líður á morgundaginn.
Sunnanlands er búist við rigningu með köflum, en í öðrum landshlutum mun rofa til og það mun sjást til sólar; stöku skúrir.
Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir Suðurland, Suðausturland og Miðhálendið til morguns vegna mikillar rigningar.