Veðurstofan segir útlit fyrir hægri og breytilegri átt; verður skýjað; sums staðar lítils háttar væta: Bjartviðri á Norðausturlandi.
Í það heila verður hiti á bilinu fimm til tíu stig yfir daginn.
Á morgun verður væntanlega norðlægri eða breytilegri átt, með þremur til átta metrum á sekúndu; bjart með köflum; sums staðar skýjað en úrkomulítið.
Hiti verður víða 5 til 10 stig á mánudag en frá þriðjudegi til fimmtudags kólnar með norðanátt og nokkurri ofankomu á Norður- og Austurlandi; bjartviðri sunnan heiða en útlit fyrir að dragi heldur úr vindi sem og úrkomu á föstudaginn.