- Auglýsing -
Það verður hæg breytileg átt í dag, en austan gola eða kaldi syðst á landinu. Skýjað með köflum og hiti átta til fjórtán stig, en allvíða léttskýjað fyrir norðan. Þar verður hiti að átján stigum.
Á morgun verður áfram hægur vindur og bjartviðri víða. Það eru allvíða líkur á þokubökkum við ströndina, eins og algengt er þegar milt loft liggur yfir landinu að því er segir í hugleiðingum veðurfræðings. Hiti verður á bilinu tíu til nítján stig, og hlýjast inn til landsins.