Miðvikudagur 22. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

,,Það hefur verið að falla niður úr loftinu“ – Starfsfólk HS orku vinnur með hjálma á höfði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

,,Það er nú stundum talað um það að hættulegasti staðurinn á skjálftasvæðinu séu skrifstofurnar okkar,“ segir Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 í morgun. ,,Það er kerfisloft hjá okkur og það hefur verið að falla niður úr því síðustu daga. Fólk hefur því þurft að sitja með hjálma í vinnunni á skrifstofunni,“ segir hann jafnframt. ,,Við erum á náttúrulega á eldvirku svæði.“

Tómas segir að húsakynni HS Orku hafi upphaflega ekki verið byggt sem skrifstofuhúsnæði, heldur sem samkomuhús. ,,Þetta var í rauninni byggt sem stór partýsalur, ekki skrifstofa. Við breyttum þessu í skrifstofuhúsnæði. Við verðum að líta til þess.“

Tómas segir að HS Orka nýti sér orkuna úr skjálftunum. ,,Stundum höfum við fagnað jarðskjálftum því þá fáum við meiri varma inn í kerfið,“ segir Tómas, en HS Orka gegnir veigamiklu almenningshlutverki í framleiðslu og dreifingu á vatni og rafmagni. ,,Við höfum þurft að gera ákveðnar ráðstafanir og höfum kortlagt þrenns konar sviðsmyndir ef af eldgosi verður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -