Hjálmar Gíslason forstjóri telur afar mikilvægt á næstu misserum að Íslendingar leiðist ekki út í rifrildi vegna Covid-19 bólusetningar sem framundan er. Hann hvetjur netverja til að hætta rökræðum og einblína á nærumhverfi sitt í staðinn.
Þetta gerir Hjálmar í færslu á Facebook. „Næstu mánuði munu mörg okkar – því miður – þurfa að eiga samtal við fjölskyldumeðlim, vin eða kunningja sem hefur efasemdir, eða jafnvel sterka sannfæringu gegn, bólusetningum við Covid-19. Það er gríðarlega mikilvægt að nálgast þetta samtal á réttan hátt. Og slíkt krefst miklu meiri orku og undirbúnings frá okkur en viðmælanda okkar. Við ættum því líka að passa að velja „slagina“ og einbeita okkur að fólkinu sem stendur okkur nærri frekar en t.d. að dragast inn í umræður um slíkt við ókunnuga á netinu,“ segir Hjálmar og heldur áfram:
Næstu mánuði munu mörg okkar – því miður – þurfa að eiga samtal við fjölskyldumeðlim, vin eða kunningja sem hefur…
Posted by Hjalmar Gislason on Wednesday, December 2, 2020