Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Hjálparsamtök í hár saman – Stígamót vara við skaðlegum skilaboðum Barnaheilla

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Stigamót telja ástæðu til að vara við varhugaverðum og jafnvel skaðlegum skilaboðum Barnaheilla. Síðarnefndu samtökin standa fyrir herferð þessa dagana þar sem gefin eru þau skilaboð að börn geti komið í veg fyrir kynferðisofbeldi með því að segja nei og aðstandendur þeirra geti einnig tryggt þeirra öryggi.

Þetta segja Stígamót vera rangt og skilja ekkert í Barnaheill að varpa þannig skömminni á börnin sem þolendur. „Hættum að þolendaskamma börn og setjum ábyrgðina þar sem hún á alltaf heima. Á gerendur ofbeldis. Af reynslu okkar af því að starfa með brotaþolum kynferðisofbeldis í áratugi vitum við að svona skilaboð geta verið mjög varhugaverð og jafnvel skaðleg. Að okkar mati ætti ekki að gefa börnum þá hugmynd að þau hafi vald til að stjórna því hvort þau verða fyrir kynferðisofbeldi eða ekki,“ segir í tilkynningu Stígamóta þar sem samtökin telja ljóst að það hefði verið hægt að hanna betri herferð án þess að ýta undir skömm og sektarkennd barna og aðstandenda.

Stígamót benda á að oft eru kynferðibrotamenn aðilar sem börnunum þyki vænt um, jafnvel bundnir fjölskylduböndum þannig að börnin bera til þeirra traust. Samtökin ítreka að það sé skaðlegt að telja börnum og foreldrum trú um að þau stjórni á einhvern hátt gjörðum kynferðisbrotamanna. Slíkur skaði geti verið óafturkræfur og móti þolendur fyrir lífstíð. „Of oft hittum við brotaþola sem áratugum eftir ofbeldið segja að þau sé uppfull af skömm því þau gerðu ekki nóg til að stoppa ofbeldið, eða foreldra sem eru fullir af sektarkennd því þau treystu fjölskyldumeðlimi.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -