Team Rynkeby á Íslandi lagði af stað í ferð sína um landið í gærmorgun frá Barnaspítala Hringsins. Hjólreiðahópurinn mun hjóla 850 km í kringum landið á tímabilinu 4.-11. júlí til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna, SKB. Hópurinn mun hjóla fallegar hjólaleiðir í öllum landshlutum.
„Okkar brekkur taka enda á stuttum tíma og á engan hátt sambærilegar þeim brekkum sem börn með krabbamein og fjölskyldur þeirra þurfa að kljást við,“ segir í færslu hópsins eftir fyrsta daginn.
Team Rynkeby er stærsta evrópska góðgerðarverkefnið þar sem þátttakendur hjóla á hverju ári 1200 km leið frá Danmörku til Parísar til styrktar langveikum börnum og fjölskyldum þeirra. Vegna kórónuveiraufaraldursins var góðgerðarátakinu í ár verið frestað og ákveðið hefur verið að hjóla þess í stað innanlands.
Söfnuðu 23,6 milljónum í fyrra
Team Rynkeby Ísland var stofnað árið 2017 á Íslandi með það að markmiði að hjóla í söfnunarátaki Team Rynkeby til styrktar SKB. Á síðastliðnu ári safnaði Team Rynkeby á Íslandi 23,6 milljónir ISK fyrir SKB. Alls söfnuðu öll Team Rynkeby liðin um 1.472,8 milljónir ISK í fyrra. Frá því árinu 2002 hafa þátttakendur Team Rynkeby safnað yfir 7 milljörðum króna fyrir langveik börn.
Hægt er að heita á Team Rynkeby með því að hringja í eftirfarandi styrktarnúmer:
907-1601 1.500 kr.
907-1602 3.000 kr.
907-1603 5.000 kr.
Íslandsferð Team Rynkeby 4. – 11. júlí 2020
Dagur 1, laugardagur 4. júlí. Hjólaðir km: 115, hm 1.222
Lagt af stað frá Barnaspítala Hringsins eðan nánar frá bílaplani Kennarahússins Laufásvegi 81. Dagskrá hefst kl: 10:00 liðið hjólar af stað kl: 10:15. SKB verður með pylsuvagn á staðnum.
Leið í lögreglufylgd 30 km: Barónsstígur – Eiríksgata – Snorrabraut -Bústaðarvegur – Miklabraut – Vesturlandvegur – Þjóðvegur 1 að Tíðarskarði. Hvalfjörðurinn hjólaður. Lögreglufylgd frá Vegamótum við Laxárbakka þjóðvegur 1 að Hótel B59 Borgarbraut 59 Borgarnesi. 22km.
Dagur 2, sunnudagur 5. júlí. Hjólaðir km: 100, hm: 1.000
Lagt af stað keyrandi kl. 8:00 frá Borgarnesi og keyrt á Sauðárkrók, um 218 km. Hjólaður hringur frá Sauðárkróki – Varmahlíð- Hólar – Sauðárkrókur.
Dagur 3, mánudagur 6. júlí. Hjólaðir km: 120
Lagt af stað frá Sauðárkróki kl: 8:00. Keyrt 90 km gegnum Hofsós að Strákagöngum að norðanverðu.Hjólað gegnum Strákagöng til Sigurfjarðar. Haldið áfram gegnum Héðinsfjarðargöng, Ólafsfjörð, Dalvík og til Akureyrar. Hjólað síðan áfram til Grenivíkur. Hjólin sett á kerrur og keyrt til Hótel Laxá á Mývatni 88 km.
Dagur 4, þriðjudagur 7. júlí. Hjólaðir km: 134 hm: 1725
Lagt af stað hjólandi frá Hótel Laxá á Mývatni kl: 8:00. Hjólaður Kísilvegurinn til Húsavíkur. Til baka framhjá Hafralækjarskóla, Laugum og til Mývatns aftur.
Dagur 5, miðvikudagur 8. júlí. Hjólaðir km: 106 hm: 880
Lagt af stað keyrandi frá Mývatni og keyrt að Ásbyrgi um 125 km. Hjólað frá Ásbyrgi út á Kópasker og til Þórshafnar á Langanesi. Keyrt síðan til Breiðdalsvíkur um 244 km.
Dagur 6, fimmtudagur 9. júlí. Hjólaðir km: 98
Lagt af stað keyrandi kl: 8:00 og keyrt til Neskaupsstaðar 98 km. Hjólað til baka til Breiðdalsvíkur. Neskaupsstaður, Eskifjörður, Reyðarfjörður, Fáskrúðsfjörður. Einnig í gegnum Norðfjarðargöng og Fáskrúðsfjarðargöng.
Dagur 7, föstudagur 10. júlí. Hjólaðir km: 60 hm: 732
Hjólað af stað frá Breiðdalsvík kl: 8:00 til Djúpavogs. Keyrt síðan til Víkur í Mýrdal 365 km stoppum og tökum myndir af liðinu á áhugaverðum stöðum á leiðinni.
Dagur 8, laugardagur 11. júlí. Hjólaðir km Gullfoss- Laugarvatn: 38 km, hm: 228. Silfurhringinn 66,5 km. hm: 391. Samtals hjólaðir km. 105.
Lagt af stað frá Vík kl: 9:00 og keyrt að Gullfossi 180 km. Hjólað til Laugarvatns um 38 km. Gullfoss-Laugarvatn KIA Silfurhringurinn 66,5 km
Team Rynkeby mun taka þátt í KIA Silfurhringnum sem er 66,5 km ræsing kl: 18:00. https://www.gullhringurinn.is/
Hringferð Team Rynkeby endar með grillveislu á Laugarvatni í boði KIA Gullhringsins og þar með lýkur Íslandsferð Team Rynkeby 2020.