Föstudagur 10. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hjólakona sagði Sigrúnu að „fokka sér“ á göngustíg í Elliðaárdalnum: „Algjörlega ömurleg upplifun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Sigrún nokkur, íbúi í Breiðholti, segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum við hjólreiðarkonu í Elliðaárdalnum í gær. Hún vonast til þess að viðkomandi geti fundið aðrar leiðir til útrásasar en að hella sér yfir göngufólk með dónaskap.

Sigrún lýsir reynslu sinni í inni í hópi Breiðhyltinga á Facebook. „Jæja, það kom að því, nú get ég ekki orða bundist. Ég var að ganga með hundinn minn á malbikaða stígnum í Elliðaárdalnum áðan. Gekk lengst til vinstri á stígnum því hjólastígurinn er hægra megin þó að línan sjáist ekki allstaðar núna og að sjálfsögðu er ég alltaf með hundinn í bandi. Ég reyni að fylgjast vel með hjólreiðafólki og gái reglulega aftur fyrir mig, ég sé hjólreiðarmann nálgast mig, ca. 10 metrum fyrir aftan mig og dreg alveg inn bandið á hundinum og við erum alveg úti í vinstri kanti. Þegar hjólreiðarkonan kemur að okkur þá öskrar hún, „viltu passa helvítis hundinn“ ég bað hana að róa sig og þá öskraði hún „fokkaðu þér“ og gaf mér puttann,“ segir Sigrún og heldur áfram:

„Ég var aldrei fyrir henni og hún gaf aldrei hljóðmerki þegar hún nálgaðist, hún hefur mögulega hægt aðeins á sér við að hjóla fram úr okkur og kannski tapa 2 sekúndum. Þetta var algjörlega ömurleg upplifun í annars dæmalaust góðum göngutúr. Ég vona svo sannarlega að þessi kona finni sér einhverja aðra leið til að fá útrás, hlýtur að eiga eitthvað erfitt.“

Fjölmargir íbúar Breiðholtsins tjá sig undir færslu Sigrúnar og flestir þeirra fordæma hegðun hjólreiðarkonunnar. Lísa er ein þeirra. „Hjólreiðafólk er ógeðslega frekt. Finnst mér,“ segir Lísa.

Már skilur ekkert í þessari hegðun. „Magnað hvað fólk getur látið fara í taugarnar á sér. Kanski var hún aldrei föðmuð sem barn,“ segir Már.

Aðalheiður segir að hjólreiðamenn hafi eyðilagt útivistarsvæðið í Elliðaárdalnum. „Ég er hætt að fara þarna með hundinn minn aðallega út af hjólreiðafólki. nýt þess að vera annarsstaðar í friði og ró,“ segir Aðalheiður.

- Auglýsing -

Ragnhildur vill að tekið sé á málunum. „Það væri nú gott ef hjólreiðar væru bannaðar í dalnum okkar,“ segir Ragnhildur.

Hjörtur segir svona framkomu ekki í boði. „Upp til hópa erum við hjólreiðamenn ágætis fólk sem er kurteist og orðprútt. Það er því miður þetta 1% eins og hjá öðrum hópum samfélagsins sem að þarf aðeins að bæta samskiptahæfni sína og takast á við innri reiði,“ segir Hjörtur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -