Föstudagur 10. janúar, 2025
2.8 C
Reykjavik

Hjólaferð Kristínar Ýrar endaði með ósköpum – Fékk COVID og enga hjálp: „Enginn virðist vita það“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristín Ýr Gunnarsdóttir, ráðgjafi og fyrrverandi fréttakona, smitaðist af COVID-veirunni alræmdu fyrr á þessu ári. Líkt og kom fram í sjónvarpsfréttum RÚV í gær glímir hún enn við eftirköst veirunnar. Hún er 37 ára og greindist í mars. Hún fær enn slæma verki, hjartsláttartruflanir og mæði.

Hún greinir á Facebook-síðu sinni frá nýlegu atviki sem sýnir afleiðingar þess að smitast af COVID. Hún fór í hjólaferð sem endaði fyrir framan lækni. „Ég gerði mér þann grikk í síðustu viku að fara í hjólaferð. Ég hef liðið fyrir það síðan. Á miðvikudag var hausverkurinn og doðinn í líkamanum svo óbærilegur að ég leitaði til læknis. Mér var hætt að standa á sama,“ segir hún og heldur áfram:

„Þegar ég brotnaði þar niður sagði læknirinn: Ég er ein á vaktinni. Ég hef ekki tíma til að taka þetta með þér núna. Svo ég bara fór heim jafnhrædd. Ég skil að það sé álag á kerfinu og vaktin á heilsugæslunni ekki endilega staðurinn fyrir mig að leita á. Ég bara veit ekkert hvert fólk með eftirköst Covid-19 á að leita. Enginn virðist vita það.“

Hún segir stöðu smitaðra skelfilega á Íslandi. „Blaðamannafundirnir eru frábærir – þeir fara yfir tölfræði og hvað verið er að gera til að ná tökum á veirunni. Peppræðurnar eru flottar. Það er samt bara verið að tala við þá sem enn eru ósmitaðir eða mögulega nýsmitaðir. Við sem höfum lokið einangrun erum í myrkrinu. Það vantar heildræna aðstoð. Við erum hvert í sínu horni með eftirköst – og læknarnir hver í sínu horni að reyna að svara okkur á einhvern hátt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -