Betur fór en á horfðist í nótt þegar eldur kviknaði í Húsafelli í – en ekki mátti miklu muna að illa færi.
Mannlíf heyrði í sjónarvotti sem sagði:
„Í nótt þá vakna ég klukkan þrjú við hróp og köll í Húsafelli. Ég hleyp út í hvelli til að kanna hvað sé í gangi; sé að þá er kviknað í hjólhýsi.“
Sjónarvottinum var eðlilega mikið brugðið en segir það mikið happ að ekki fór verr:
„Þetta fólk rétt slapp út, tóku börnin með sér út úr brennandi húsinu, sem varð alelda á um það bil þremur mínútum.“
Að lokum segir sjónarvotturinn í samtali við Mannlíf að það hafi verið „þvílík ringulreið hérna í nótt. Menn þurftu að forða sér út úr sínum húsum, og eitt við hliðina bráðnaði bara. Það er fullt af fólki í áfalli.“