Sunnudagur 22. september, 2024
5.7 C
Reykjavik

Hjólhýsið hélt sína leið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nóttin var annasöm hjá lögreglu en mest var um brot og slys tengd umferðinni. Á svæði Mosfellsbæjarlögreglu varð það óhapp að hjólhýsi losnaði frá bifreið og hélt sína eigin leið og endðai á staur. Dráttarkrókur bifreiðar hafði losnað með þessum afleiðingum. Ekki urðu slys á fólki en hjólhýsið skemmdist og var fjarlægt af vettvangi með dráttarbifreið

Handhafi eiturlyfja var gómaður í miðborg Reykjavíkur. Á sömu slóðum var rúðubrjótur handtekinn og læstur inni í fangaklefa. Auk þess að brjóta rúðu með steinkasti og óhlýðnast lögreglu var hann með dóp í fórum sínum. Hann svarar til saka með nýjum degi.

Ekið var á gangandi vegfarenda sem slasaðist. Lögregla og sjúkralið héldu á vettvang. Vegfarandinn var fluttur á Bráðamóttökuna og bifreiðin dregin af vettvangi.

Kópavogslögregla kom að málum þar sem bifreið hafði verið ekið upp á umferðareyju. Eignatjón varð en engin slys á fólki. Bifreiðin var dregin af vettvangi.

Maður í annarlegu ástandi sást á ferðinni með hníf.  Lögregla fór á vettvang en hnífamaðurinn fannst ekki.

Slagsmál gusu upp á milli tveggja hópa. Lögregla mætti á vettvang og ræddi við fólk. Enginn slagsmálahundanna kvaðst ætla að kæra.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -