Nóttin var annasöm hjá lögreglu en mest var um brot og slys tengd umferðinni. Á svæði Mosfellsbæjarlögreglu varð það óhapp að hjólhýsi losnaði frá bifreið og hélt sína eigin leið og endðai á staur. Dráttarkrókur bifreiðar hafði losnað með þessum afleiðingum. Ekki urðu slys á fólki en hjólhýsið skemmdist og var fjarlægt af vettvangi með dráttarbifreið
Handhafi eiturlyfja var gómaður í miðborg Reykjavíkur. Á sömu slóðum var rúðubrjótur handtekinn og læstur inni í fangaklefa. Auk þess að brjóta rúðu með steinkasti og óhlýðnast lögreglu var hann með dóp í fórum sínum. Hann svarar til saka með nýjum degi.
Ekið var á gangandi vegfarenda sem slasaðist. Lögregla og sjúkralið héldu á vettvang. Vegfarandinn var fluttur á Bráðamóttökuna og bifreiðin dregin af vettvangi.
Kópavogslögregla kom að málum þar sem bifreið hafði verið ekið upp á umferðareyju. Eignatjón varð en engin slys á fólki. Bifreiðin var dregin af vettvangi.
Maður í annarlegu ástandi sást á ferðinni með hníf. Lögregla fór á vettvang en hnífamaðurinn fannst ekki.
Slagsmál gusu upp á milli tveggja hópa. Lögregla mætti á vettvang og ræddi við fólk. Enginn slagsmálahundanna kvaðst ætla að kæra.