Hjónin Kristján Loftsson, stjórnarformaður HB Granda og forstjóri Hvals hf., og Auðbjörg Steinbach, eru smituð af COVID-19 kórónaveirunni.
DV greinir frá og að hjónin hafi smitast hér á landi
23 smit hafa nú greinst innanlandssmit, en alls eru 103 einstaklingar greindir með veiruna hér á landi.
Í samtali við DV staðfestir Auður smit þeirra hjóna, og segir hún hafa smitast af vinkonu sinni sem var nýkomin úr skíðaferð erlendis. Auðbjörg ber sig vel þrátt fyrir smitið.
Sjá einnig: Anna Margrét greind með COVID-19: „Þetta er ekkert grín“
Kristján, sem smitaðist af eiginkonu sinni og var fyrsta þriðja stigs smitið hér á landi, er elsti einstaklingurinn hér á landi sem er smitaður, en hann verður 77 ára þann 17. mars. Þeir sem greinst hafa með smit hérlendis eru á aldrinum eins til 76 ára, eins og kom fram á blaðamannafundi almannavarnadeildar í vikunni.