Föstudagur 13. desember, 2024
-1.2 C
Reykjavik

Hjördís Dögg: ,,Ég er húsmóðir dauðans“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hjördís Dögg Grímarsdóttir heitir konan á bak við hina vinsælu heimasíðu mömmur.is þar sem hægt er að fá skemmtilegar hugmyndir fyrir veisluna. Mömmur.is má einnig finna á Instagram og Facebook undir sama nafni. Hjördís er mikill sælkeri og ætlar hún að deila með okkur sínum uppháldsmat.

Alltaf jafn bragðgóður

Uppáhaldsréttur Hjördísar er barbeque kjúklingaréttur sem er oft á boðstólum á heimili hennar. ,,Það má segja að hann slái alltaf í gegn og er alltaf jafn bragðgóður.  Oftar en ekki ber ég hann fram með hrísgrjónum og heimabökuðu hvítlauksbrauði“ segir Hjördís.

Gaman að halda matarboð

Hjördís er kokkurinn sem eldar af ástríðu, einfaldan en bragðgóðan mat. Hún segir okkur að ,,henni finnst mjög gaman að halda matarboð og leggi upp úr því að allt líti vel út á veisluborðinu. Ég hef gaman að því að nostra við kjötið eða það sem ég er að elda með hinum ýmsu kryddjurtum og olíu. Hvítlaukur kemur oft við sögu í eldamennskunni ásamt smjöri. Meðlætið skiptir líka miklu máli og finnst mér skemmtilegt að baka brauð og bera fram með matnum. Eftirrétturinn toppar síðan allt en frönsku súkkulaðikaka setur punktinn yfir i-ið „.

- Auglýsing -

Sjávarréttir ekki í uppáhaldi

Pinnamatur hittir líka oftar en ekki í mark.  Kjúklingaspjót með hvítlaukssósu koma alltaf vel út, það er alltaf gaman að bjóða fólki upp á brauðteninga eða tortillarúllur.  Ég borða yfirleitt ekki morgunmat. Fæ mér léttan hádegismat eins og skyr, jógúrt eða súpu. Í kaffitímanum fæ ég mér  brauðsneið eða eitthvað gómsætt sætabrauð.  Kvöldmaturinn getur verið allavega en vinsælt hjá okkur fjölskyldunni er að borða kjúkling, en sjávarréttir eru því miður ekki mitt uppáhald.

Eldamennskan þótti heldur of metnaðarfull

- Auglýsing -

,,Ég byrjaði ung að elda og leika mér í eldhúsinu. Var kannski heldur of metnaðarfull í byrjun og lagði mig fram við að vera með þriggja rétta máltíð fyrir okkur tvö sem vorum á heimilinu. Þar sem við vorum bara tvo á heimili þá var oft afgangur sem ég tók með mér í vinnuna.  Samstarfsmenn mínir kölluðu mig oft húsmóður dauðans, þar sem eldamennskan þótti heldur of metnaðarfull.

Kjúklingaspjót með sinnepsmarineringu

UPPSKRIFT:

  • 800 g kjúklingakjöt
  • 2 dl blasamikedik
  • 1/2 dl olía
  • 50 ml appelsínusafi
  • 4- 5 msk dijon hunangssinnep frá Maille
  • 4 stk hvítlauksrif
  • 2-3 msk hvítlaukskrydd frá pottagöldrum
  • 2 tsk pipar
  • 2 msk paprikukrydd

 

AÐFERÐ:

  • Helltu blasamikediki í skál ásamt olíu, appelsínusafa, hvítlauk og sinnepi.
  • Hrærðu öllu vel saman.
  • Kryddaðu kjúklinginn með hvítlaukskryddi, pipar og paprikukryddi.
  • Helltu mareneringunni yfir kjúklinginn, veltu honum vel upp úr henni.
  • Settu lok yfir ílátið eða annað sem hentar og leyfðu kjúklingunum að marenerast í nokkrar klukkustundir.
  • Eldaðu kjúklinginn við 180°C gráða hita í um 25-3o mínutur eða þar til hann er tilbúinn.
  • Þegar kjúklingurinn er tilbúinn er grillpinnum stungið í hann.
  • Borið fram með hvítlaukssósu.

 

Lestu allt um málið og meira til í brakandi fersku helgarblaði Mannlífs hér eða flettu blaðinu hér fyrir neðan: 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -