Fimmtudagur 2. janúar, 2025
0.8 C
Reykjavik

Hjúkrunar­fræðingur á sextugsaldri á geðdeild Land­spítala í gæsluvarðhaldi grunaður um mann­dráp

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögregla greinir frá því að hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp.

Eftir því sem Mannlíf kemst næst mun hjúkrunarfræðingurinn hafa reynt með harkalegum hætti og hörmulegum afleiðingum að þvinga fæðu ofan í sjúkling.

Talið er að vegna þessarar þvingunar hafi sjúklingurinn, kona á sextugsaldri, látist. Þetta gerðist um miðjan þennan mánuð.

Lögreglan greinir frá í tilkynningu að hjúkrunarfræðingur – kona á sextugsaldri – hafi verið úrskurðuð í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Gæsluvarðahaldið er að minnsta kosti vikulangt.

Í tilkynningunni kemur fram að talið er að andlát konunnar sem lést hafi borið að með saknæmum hætti.

Lögregla mun ekki tjá sig meira um málið að svo stöddu, en í yfirlýsingu frá Landspítalanum kemur fram að spítalinn hafi tilkynnti lögreglu og landlækni um óvænt andlát sjúklings á spítalanum. Og að málið sé til rannsóknar og eðlilega muni hvorki starfsmenn né stjórnendur tjá sig um það, né staðfesta upplýsingar, á meðan það er til rannssóknar hjá þar til bærum yfirvöldum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -