Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

„Hlakka til að halda áfram að vera edrú“ – Dóra losnaði úr klóm fíknarinnar fyrir þremur árum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
„Ég finn fyrir gríðarlegu þakklæti og hlakka til að halda áfram að vera edrú og fá að upplifa skýrt þetta fáránlega fyndna, fallega og sorglega ferðalag sem lífið er,“ skrifar Dóra Jóhannsdóttir leikstjóri á Facebook um þau tímamót í lífinu að hafa verið í þrjú ár án áfengis og vímuefna.
„Það óskar sér enginn að vera með fíknisjúkdóm og fyrir þremur árum var ég á mjög slæmum stað, orðin mjög veik. Vinkona mín Dóra Einarsdottir minnti mig nýlega á að á þessum degi fyrir 3 árum sagði ég henni buguð og brotin á leið í fimmtu meðferðina að mig dreymdi um að leikstýra Skaupinu einn daginn,“ segir Dóra og rifjar upp að hún að þessi draumur hennar hefði ræst.
„Ég veit það fyrir víst að ég hefði aldrei getað uppfyllt þann draum ef ég hefði ekki náð að verða edrú,“ skrifar hún.
Dóra vann stórsigur með Skaupinu. Sú skoðun var almenn að þetta hefði verið á meðal allra bestu áramótaskaupum.
Lykillinn að reglusömu lífi Dóru felst að hennar sögn í því að stunda 12 spora vinnu og viðhalda þannig edrúmennskunni.
„SÁÁ, Vogur og Vík gerðu mikið fyrir mig og loks meðferðin í Svíþjóð, sem er því miður búið að loka. Eftir það fór ég í endurhæfingu sem var mér nauðsynlegt enda skilur neysla mann eftir með mjög laskað taugakerfi. Ég hef eytt formúu í sálfræðiþjónustu sem er ekki á allra færi, því miður, en er nauðsynlegt fyrir mig til að vinna úr áföllum“.
Dóra sér skýr tengsl á milli áfallastreitu, meðvirkni, athyglisbrests og fíknisjúkdóma. „Lykillinn að bata mínum í dag er að fylgja innsæinu, biðja um hjálp, hlusta á þarfir mínar, vera með skýr mörk og sjálfsvirði sem ég set ekki í hendur annarra og nærandi tenging við annað fólk. Ég finn fyrir gríðarlegu þakklæti og hlakka til að halda áfram að vera edrú“.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -