Miðvikudagur 22. janúar, 2025
1.6 C
Reykjavik

Hlaupa til minningar um átján ára dreng sem lést úr ofneyslu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Saga Einars Darra Óskarssonar, átján ára drengs sem varð bráðkvaddur á heimili sínu þann 25. maí eftir ofneyslu lyfsins OxyContin, hefur vakið mikla athygli síðustu vikur. Í kjölfarið var stofnaður minningarstjóður í hans nafni, sem stendur fyrir og styrkir baráttuna #egabaraeittlif, sem berst gegn fíkniefnum, með áherslu á misnotkun lyfja meðal ungmenna á Íslandi.

Fjölmargir ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu á morgun til styrktar sjóðnum, þar á meðal fimm ættliðir í kvenlegg. Það eru þær Pálína Bjarnadóttir, 92 ára. Sigrún Anna Einarsdóttir, 69 ára. Bára Tómasdóttir, 48 ára. Andrea Ýr Arnarsdóttir, 27 ára og Ísabella Rós Pétursdóttir, 5 ára. Fjölskylda Einars Darra heitins vill með þessu varpa ljósi á það að við Íslendingar, þurfum öll að standa saman ungir sem aldnir og í sameiningu getum við snúið við þessari þróun í misnotkun á lyfseðilsskyldum lyfjum og öðrum fíkniefnum. Áheit sem berast þeim og öðrum sem hlaupa til styrktar Minningarsjóðs Einars Darra mun vera vel nýtt í þeim forvarnar verkefnum sem framundan eru hjá baráttunni #egabaraeittlif.

Hér sjást hlaupararnir fimm sem um ræðir.

Unnin með fagmennsku og kærleika í fyrirrúmi

Að sögn Steinþórs Þórarinssonar, verkefnastjóra #egabaraeittlif, eru markmið baráttunar fjölþætt; til dæmis að sporna við og draga úr misnotkun fíkniefna, með áherslu á lyf og opna umræðuna um misnotkun lyfja hér á landi. Þá eru markmiðin líka að auka þekkingu almennings á eðli og umfangi misnotkunar lyfja og opna umræðu um vöntun á bættum meðferðarúrræðum.

„Til að ná fram ofangreindum markmiðum verður unnið í ýmsum verkefnum sem nú þegar er byrjað að vinna að. Verkefnin eru að mestu leiti skipulögð af forsvarsmönnum Minningarsjóðs Einars Darra, einnig tekur skipulagshópur þátt með ýmsu móti. Skipulagshópurinn hefur að geyma meðlimi frá ýmsum starfstéttum í samfélaginu, er breiður aldurshópur en eigum við það sameiginlegt að vilja öll láta gott af okkur leiða. Öll verkefnin eru og verða unnin með fagmennsku og kærleika í fyrirúmi,“ segir Steinþór og heldur áfram.

„Fengist hefur verulegur stuðningur og aðstoð úr öllum áttum úr samfélaginu frá gríðamörgum einstaklingum sem vilja leggja verkefnunum lið. Þar á meðal er stórfjölskyldan, vinir, þekktir einstaklingar, fyrirtæki, félög og fleiri.“

Við eigum bara eitt líf

Þau verkefni sem eru yfirstandandi hjá sjóðnum eru sérstök armbönd og auglýsingar fyrir téð armbönd.

- Auglýsing -
Bleiku armböndin eru víða.

„Armböndin eru kærleiksgjöf frá Minningarsjóði Einars Darra. Stöndum saman og minnum okkur á að við eigum bara eitt líf. Að bera armbandið er tákn um samstöðu en einnig er það ætlað til að fá fólk, sér í lagi ungmenni til að horfa á armbandið og fá þau til að hugsa sig tvisvar um áður en þau misnota lyf eða önnur fíkniefni,“ segir Steinþór og bætir við að myndböndin séu í raun vitundarvakning.

„Ætlað til að fá umræðuna af stað í samfélaginu. Kynnir verkefnið og varpar ljósi á þann hræðilega atburð þegar Einar Darri lést. Sýnir hversu margir einstaklingar eru á bak við hvert dauðsfall og bendir á algengi misnotkunar á lyfjum hér á landi sem og dauðsföll tengd því.“

Þá segir hann að ýmis önnur verkefni séu í vinnslu hjá sjóðnum, bæði í formi forvarna og fræðslu.

- Auglýsing -
Fjölmargar stjörnur hafa nælt sér í armband, þar á meðal stórsöngvarinn Björgvin Halldórsson.

Hér fyrir neðan eru bankaupplýsingar fyrir þá sem vilja styrkja málefnið:

Kennitala: 510718-1510
Reikningsnúmer: 552-14-405040

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -