- Auglýsing -
Sú uppákoma varð að óstyrkur maður á rafhlaupahjóli ók á hjólhýsi og skemmdi það. Maðurinn stakk af frá vettvangi og lögreglan leitar hans. Á öðrum stað á höfuðborgarsvæðinu kom maður óboðinn inn á heimili og neitaði að fara. Lögreglan rak hann á dyr.
Slagsmál brutust út milli ungmenna í strætisvagni. Kallað var eftir aðstoð lögreglu og tókst að skakka leikinn. Foreldrar voru kallaðir til og Barnavernd tilkynnt um málið.