Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

„Hlaupin gefa mér orku“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ, fylgir sannarlega heilbrigðum lífsstíl. Hún hefur ekki drukkið áfengi um árabil og hreyfing er fyrirferðarmikill hluti af lífi hennar. Hlaupin skipa þar stóran sess og markmið komandi árs spennandi.

„Ég er líklega full bjartsýn fyrir árið en ég er skráð í Boston-maraþon í apríl, langt og strangt utanvegahlaup í Sviss í júní og svo loks skemmtilegt utanvegahlaup á Ítalíu í október með Hlaupahópi FH sem verður vonandi toppurinn á árinu. Ég mæti þangað hvort sem ég kemst á startlínu eða ekki, enda frábær félagsskapur,“ segir Valgerður sem reynir að mæta á æfingar með hlaupahópnum tvisvar til fjórum sinnum í viku og taka þátt í ýmsum götuhlaupum þegar hún hefur heilsu og tíma til. „Ég mun fylgja þeim plönum sem lögð eru fyrir mig, þakklát fyrir hvert skiptið sem ég get hlaupið.“

Hleypur 2000 km á ári
Árið 2018 var gott hlaupaár hjá Valgerði og hún náði oft í verðlaunasæti í keppnishlaupum fyrir aldursflokk, m.a. í Gamlárshlaupinu, vetrarseríunni Powerade og hlaupaseríu Bose-HHFH og heilu maraþoni í Reykjavíkumaraþoni. „Ég hljóp líka Hvítasunnuhlaup Hauka, hálft maraþon í Miðnæturhlaupinu, Laugaveginn (54 km) í þriðja sinn, Dyrfjallahlaupið (24 km) með systrum mínum, Adidas-Boost hlaupið, Hjartadagshlaupið og heilt maraþon í Haustmaraþoninu í þriðja sinn,“ segir Valgerður sem hefur hlaupið um 2000 km á ári síðustu þrjú árin.

„Hlaupin gefa mér orku, sérstaklega þegar ég er þreytt og „streitt“ sem oft er, þá geri ég allt til að komast á æfingu og endurnærist. Það er vegna hreyfingarinnar en ekki síður frábærs félagsskapar með hlaupavinum mínum í Hlaupahópi FH. Hlaupin gefa mér líka gleði og ánægju, frið og spennu. Ég er viðkvæm í baki og er þakklát þegar það stoppar mig ekki af, hreyfingin er mér nauðsynleg einmitt vegna þess. Mér finnst gaman að reyna á mig og gera mitt besta þann daginn, það er alltaf nóg. Fjölbreytnin er skemmtileg og utanvegahlaup eða fjallahlaup eru allra skemmtilegust,“ segir Valgerður fer inn í nýja árið full tilhlökkunar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -