Miðvikudagur 5. febrúar, 2025
-1.2 C
Reykjavik

Hlaut 15 mánaða fangelsi fyrir umferðalagabrot: „Ég var í raun stoppaður fyrir að kíkja út í búð“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Kristján var á dögunum dæmdur af Héraðsdómi Suðurlands, í 15 mánaða fangelsi fyrir að keyra bíl eftir að hafa misst ökuréttindin og er dómurinn óskilorðsbundinn. Fréttablaðið fjallaði um málið í dag.

Kristján Már Guðnason var ákærður fyrir að aka bíl sínum eftir tveimur vegum á Hvolsvelli, Hlíðarvegi og Vallarbraut en það gerði hann eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum. Játaði hann brot sitt frá upphafi og ákvað að verja sig sjálfur fyrir dómara. Það fór ekki betur en svo að hann fékk á sig 15 mánaða fangelsisdóm en slíkir dómar eru óalgengir.

Fram kom í dómnum að Kristján hefði áður verið refsað fyrir akstur án réttinda, síðast með dómi Landsréttar í október en þar fékk hann einnig 15 mánaða fangelsisdóm.

„Refsing ákærða er hæfilega ákveðin fangelsi í fimmtán mánuði. Með vísan til dómvenju sem og að virtum sakaferli ákærða þykja ekki efni til að skilorðsbinda refsinguna,“ stendur í dómnum.

Kristján ætlar að áfrýja dómnum en í þetta skipti ætlar hann að fá aðstoð lögfræðings. Hann er afar ósáttur með dóminn enda telur hann óþarfi að fylla fangelsin af fólki sem stelst í búð á bílnum, svona í ljósi plássleysis.

„Þetta var hálf kjánalegt. Maður hefur ekkert vit á þessu,“  viðurkennir Kristján við Fréttablaðið um þá ákvörðun að flytja málið sjálfur í héraðsdómi.

- Auglýsing -

Segist hann þakklátur fyrir að geta sagt að hann hafi ekki valdið skaða né slystum á fólki með broti sínu. Segir hann ennfremur að hann hafi aldrei verið tekinn fyrir ölvunarakstu og aldrei lent í slysi.

„Ég var í raun stoppaður fyrir að kíkja út í búð. Á sama tíma er bara slegið á puttann á kynferðisbrotamönnum sem fremja endurtekin brot.“

„Auðvitað á þetta að vera refsivert,“ segir Kristján. „En það mætti líka taka inn í dæmið að það hjálpi kannski ekki alltaf að refsa mönnum og fangelsa þá. Það mætti heldur reyna að komast að því hvað sé að valda því að einstaklingur brjóti trekk í trekk af sér á sama hátt,“ Vill hann meina að oft sé um að ræða vonleysi eða kvíði. „Kannski veit einstaklingur ekki hvert eða hvernig hann á að leita sér aðstoðar eða finnst það niðurlægjandi.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -