Fimmtudagur 14. nóvember, 2024
2.7 C
Reykjavik

Hlaut mikið hrós fyrir myndbirtinguna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Enska söngkonan Bessie Turner vill vekja athygli á andlegri heilsu og skaðlegum áhrifum samfélagsmiðla.

Söngkonan Bessie Turner hefur hlotið mikið lof fyrir að birta sjálfsmynd af sér grátandi á Instagram. Myndina birti hún í október en síðan þá hefur verið fjallað um myndbirtinguna í fjölmiðlum, svo sem á vef BBC og Telegraph.

Með myndinni vill hún vekja athygli á geðheilbrigði og þeim áhrifum sem glansmyndir á samfélagsmiðlum hafa gjarnan á líðan fólks. Myndina tók hún þann dag sem hún byrjaði aftur á þunglyndislyfjum eftir hlé.

Í myndatexta með myndinni hvetur hún fólk til að taka opinskátt um andlega líðan sína og leita sér hjálpar sé þess þörf. „Ég er heppin að hafa frábært stuðningsnet,“ skrifaði hún meðal annars.

Hún tók þá fram að þessi tiltekna mynd af henni grátandi á alveg eins heima á samfélagsmiðlum líkt og ljósmyndir af henni brosandi.

Í viðtali við BBC greindi hún frá að viðbrögðin við myndbirtingunni hafi verið góð og að hún hafði fengið ótal skilaboð frá fólki hvaðanæva úr heiminum. „Ég fékk skilaboð frá einum pabba sem sagði að dóttir sín hefði haft gott að því að sjá [myndina]. Það hreyfði við mér.“

Þá bendir hún á að samfélagsmiðlar gera mörgum unglingum lífið leitt og því sé mikilvægt að vekja athygli á að það sem fólk sér á samfélagsmiðlum gefur ekki endilega skýra mynd af raunveruleikanum.

View this post on Instagram

"Why do you have a selfie of you crying?" 🤔 -Because it's just as relevant as all the others of me smiling and singing and feeling like a hot mama that rules the world. I took this photograph a few weeks back -the day I started taking antidepressants again- as a marker for me to look back on with pride or sadness or whatever comes to mind. Like so many others I've had my battles and some days they just wipe me right out. I feel crazed and unwell and like I need my brain to be drained and it's so 100% totally okay to have those feelings. Reach out to your loved ones and friends because they'll always understand 🖤 I'm lucky enough to have a great support network, a wonderful life and the makings of a career that people would kill for… it's very hard to take it all in sometimes…. Big love to all that beam positivity and kindness, it really is a joy to have people's support throughout this (very self indulgent) journey. Big hugs, don't forget to be lovely. X #worldmentalhealthday #nofilter

A post shared by Bessie Turner (@bessieturner_) on

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -