Laugardagur 11. janúar, 2025
3.8 C
Reykjavik

Hlaut stungusár í vopnuðu ráni – Heimtuðu fíkniefni en mættu mótspyrnu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Eitt og annað gekk á á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Vopnað rán, innbrot og eldur í vinnuvél við Úlfarsfell.

Snemma í morgunsárið barst tilkynning til lögreglu um vopnað rán í Reykjavík, þar sem tveir aðilar heimtuðu fíkniefni af tveimur öðrum. Átök brutust þá út á milli þeirra sem enduðu á því að annar þeirra sem átti að ræna, hlaut stungusár á handlegg. Voru árásaraðilarnir handteknir og vistaðir í fangageymslu vegna málsins en hinn slasaði var fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttökuna.

Við Úlfarsfell kviknaði í vinnuvél og náði eldurinn að breiðast út í að minnsta kosti eina bifreið. Að sögn lögreglunnar leit þetta ekki vel út í fyrstu, þar sem mikill eldur logaði auk sprenginga sem urðu, en slökkviliðið náði þó fljótlega að slökkva eldinn. Unnið er að rannsókn á eldsupptökum.

Þá var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í Vesturbæ Reykjavíkur skömmu fyrir hádegi. Var um að ræða tvo aðila í annarlegu ástandi og dró annar þeirra upp hníf er að þeim var komið. Náðu húsráðendur að yfirbuga manninn áður en lögreglan mætti á vettvang. Voru báðar boðflennurnar handteknar og gista nú fangageymslu og verða yfirheyrðir þegar þeir verða skýrsluhæfir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -