Sunnudagur 5. janúar, 2025
-4.2 C
Reykjavik

Hlaut tveggja mánaða skilorð fyrir heimilisofbeldi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi þann 1. apríl karlmann í tveggja mánaða skilorðsbundiö fangelsi fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi. Maðurinn var ákærður 16. ágúst í fyrra fyrir að hafa „á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð sambýliskonu sinnar,“ og var þess krafist að ákærði yrði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Í ákæru kemur fram að maðurinn hafi slegið konuna „með flötum lófa í andlit og kýla hana með krepptum hnefa í andlit, sem varð til þess að hún féll aftur fyrir sig í gólfið […], og í kjölfar þess dregið hana eftir gólfi herbergisins, með því að halda um hendur hennar, en afleiðingar árásarinnar voru þær að hún hlaut mikið mar og nokkrar kúlur á stóru svæði á andliti vinstra megin, glóðarauga vinstra megin, bólgu og skekkju á nefi (septum deviation), lítinn skurð (um 1 cm) við vinstriaugabrún, og skurð hægra megin við hársvörð (um 2 cm).“

Játaði sök fyrir dómi

Maðurinn sem hefur ekki áður sætt refsingu, játaði sök skýlaust fyrir dómi.Við ákvörðun refsingar var litið til þess að maðurinn hefði játað sök, verið samvinnu­þýður og veitt liðsinni við rannsókn málsins. Þótti hæfileg refsing vera tveir mánuðir í fangelsi, en dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Manninum var einnig gert að greiða sakarkostnað málsins, tæplega 230 þúsund krónur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -