Miðvikudagur 15. janúar, 2025
8.8 C
Reykjavik

Hlíðaskóli sigraði Skrekk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hlíðaskóli sigraði Skrekk hæfileikakeppni grunnskólanna í gær, en skólinn hefur tvisvar áður unnið til verðlaunanna.

 

Siguratriðið úr Hlíðaskóla, Þið eruð ekki ein, fjallaði um kynsegin og hinsegin tilfinningar unglinga og viðbrögð samfélagsins við einstaklingum sem skilgreina sig utan tvíhyggju kynjakerfisins.

Átta skólar kepptu til úrslita á lokakvöldinu Árbæjarskóli, Breiðholtsskóli, Hagaskóli, Háteigsskóli, Hlíðaskóli, Laugalækjarskóli, Réttarholtsskóli og Seljaskóli. Vel á þriðja hundrað unglingar stigu á svið á lokahátíðinni þar sem Skrekkur var haldinn í 30. sinn.

Dómnefnd skipuðu stjórnendur menningarhúsa í borginni; Borgarleikhússins, Þjóðleikhússins, Hörpu, Íslenska dansflokksins og ungmenni úr ungmennaráði Samfés. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti nemendum Hlíðaskóla verðlaunin.

- Auglýsing -

Horfa má á siguratriðið hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -