Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-4.5 C
Reykjavik

Hlutabréf seld á undirverði: „Íslandsbanki er stærri banki en Arion banki“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Stjórnarliðar, lobbíistar og klappstýrur þeirra í fjölmiðlum keppast við að selja nýafstaðið hlutafjárútboð Íslandsbanka sem mikla sigurför. Það er rökstutt með ýmsum hætti. Verðið hafi verið í efri mörkum, nýi hluthafahópurinn sé breiður og að tekist hafi að laða erlenda fjárfesta að íslenskum hlutabréfum.,“ skrifar ritstjórinn Þórður Snær Júlíusson í leiðara á vefsíðunni kjarninn.is.

Þórður nefnir að „það velkist líkast til enginn í vafa um það lengur að hlutabréf í Íslandsbanka voru seld á undirverði. Það að níföld eftirspurn hafi verið eftir bréfunum í stærsta frumútboði Íslandssögunnar gaf það strax til kynna. En auðveldara hefði einfaldlega verið að lesa uppgjör bankans og bera hann saman við eina skráða kerfislega mikilvæga bankann sem var fyrir á markaði, Arion banka.“

Hann segir að Íslandsbanki og Arion banki séu „byggðir á brunarústum fyrirrennara sinna sem féllu í bankahruninu. Báðir hafa verið „þrifnir“ af vandræðaeignum, með miklum samfélagslegum kostnaði. Báðir starfa nær einvörðungu á Íslandi og þjónusta nær einvörðungu íslensk fyrirtæki og báðir njóta þeirrar sérstöðu að vera einu viðskiptabankar í heimi sem eru skráðir á markað en notast við íslenska krónu sem gjaldmiðil.“

Og bætir við:

„Íslandsbanki er stærri banki en Arion banki, eignir hans í lok mars voru 1.385 milljarðar króna og heildar eigið fé var nánast það sama, eða 185 milljarðar króna. Markaðsvirði Íslandsbanka við skráningu var 158 milljarðar króna. Það þýddi að þeir sem tóku þátt í útboðinu voru að greiða 0,85 krónur fyrir hverja krónu af eigin fé. Sem sagt: 35 prósent hlutur í Íslandsbanka, sem er að uppistöðu nánast eins og Arion banki nema aðeins stærri, var seldur á verði sem er 34 prósent undir markaðsvirði Arion banka. Engar vitrænar skýringar hafa verið gefnar á þessu.“

Þórður segir að „sá sem keypti fyrir milljón krónur gat selt þann hlut með 250 þúsund króna hagnaði viku síðar. Miðað við fjölda viðskipta fyrstu tvo daganna eftir skráningu Íslandsbanka á markað þá seldu margir úr þessum hópi strax. Þeir keyptu eign af ríkinu, héldu á henni í viku, og tóku svo út 20-25 prósent ávöxtun; fyrir þessa uppstillingu greiddi ríkissjóður og ríkisbankinn nokkrum erlendum fjárfestingabönkum, íslenskum bönkum og fjármálasjoppum rúma tvo milljarða króna í þóknanir.“

- Auglýsing -

Í leiðaranum nefnir Þórður að „stjórnvöld á Íslandi virðast hafa þá skýru efnahagsstefnu að færa reglulega peninga úr ríkissjóði til þeirra sem hafa það best. Fyrst það er ekki hægt í gegnum flatt skattkerfi, sem enginn meirihluti er fyrir á þingi eða í samfélaginu, er það gert með reglulegum peningagjöfum.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -