Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

„Hlutfall of feitra er hátt á Íslandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í hverri viku tekur Mannlíf saman eftirminnileg ummæli. Óhætt er að segja að nokkrar sleggjur hafi fallið í vikunni.

„Hlutfall of feitra er hátt á Íslandi og neysla á sykurríkum vörum eykur líkur á offitu.“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

„Nú ætla yfirvöld í herferð gegn sykurneyslu. Hvað ætli andstæðingar „forsjárhyggjunnar“ segi um það?“
Jón Viðar Jónsson, menningarviti og samfélagsrýnir.

„Það er augljóst að það vantar karlaathvarf. Ekkert ofbeldi er meira þaggað niður en ofbeldi kvenna gagnvart körlum.“
Dofri Hermannsson, leikari og stjórnmálamaður, vill að stofnað sé athvarf fyrir karla sem hafa sætt heimilisofbeldi.

„Íbúar hverfisins hafa verið hlunnfarnir.“
Árdís Pétursdóttir, einn stjórnarmanna Prýðifélagsins Skjaldar – íbúasamtaka í Skerjafirði. Samtökin eru ósátt við að Skerjajörður sem tilheyrir póstnúmerinu 101 fái póstnúmerið 102, nái tillaga sem borgarráð samþykkti í vetur fram að ganga.

„Valdastéttin er föst í því að útbúa handa okkur hinum hörmungar, föst í sjúkri tryggð við hörmulegt og hörmungavaldandi efnahagskerfi. Að taka áfram þátt í viðhaldi og útbreiðslu þessarar brjálsemi er yfirlýsing um annaðhvort forheimsku eða eitthvað form af siðblindu.“
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.

„Að dómari við íslenskan dómstól hafi svo takmarkaðan skilning á tjáningarfrelsisákvæðum sem þessi orð (og raunar fleiri) lýsa, það er nánast hrollvekjandi.“
Illugi Jökulsson um Arnar Þór Jónsson, dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, eftir að hann dæmdi Hildi Lilliendahl Viggósdóttur og Oddnýju Arnarsdóttur sekar um meiðyrði í garð tveggja karla vegna orða sem þær létu falla um þá á Facebook, í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um að þeir hefðu haft til umráða íbúð í Hlíðunum sem væri „útbúin til nauðgana“. Síðar kom í ljós að fréttin var röng í meginatriðum.

- Auglýsing -

„Borgarbúar borga meira í launaskatt til borgarinnar en til ríkisins. Meira en þeir sem búa í nágrenni Reykjavíkur.“
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni.

„Óvarleg umfjöllun og rangar fullyrðingar geta aukið á fordóma og valdið vanlíðan hjá fólki á einhverfurófi og aðstandendum þess.“
Yfirlýsing frá Einhverfusamtökunum vegna orða Jakobs Frímanns Magnússonar um einhverfu á Bylgjunni. Þar sagði Jakob Frímann orðrétt: „Þegar slíkt mengað sæði rennur saman við mengað egg, þá gerist þessi kokteil-effect, sem þýðir að börnin fæðast starandi út í blámann og ná ekki sambandi við neitt. Bráðaeinhverfa!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -