Ísland hefur rokið upp lista Sóttvarnastofnunar Evrópu þar sem tilgreindur er fjöldi smita á hverja 100.000 íbúa í Evrópulöndum. Á listanum sem birtur var í morgun og miðast við fjölda staðfestra smita í gær, 2. ágúst, eru smit á hverja 100.000 íbúa á Íslandi orðin 15,4 en eru 13,1 á hverja 100.000 íbúa í Bretlandi. Ísland hefur líka mun fleiri smit en öll hin Norðurlöndin, fyrir utan Svíþjóð þar sem eru 30,7 smit á hverja 100.000 íbúa. Í Danmörku eru smitin 10,6, í Finnlandi 2,3 og 3,6 á 100.000 íbúa í Noregi.
Lúxemburg sker sig nokkuð úr á listanum, þar eru 209,5 smit á 100.000 íbúa. Önnur lönd með háar tölur eru Spánn þar sem hlutfallið er 60,2, Rúmenía þar sem eru 79,4 smit á hverja 100.000 íbúa, Búlgaría með 45,7 smit á 100.000 íbúa og Belgía þar sem smitin eru 44,4 á 100.000 íbúa.
Hér má skoða listann í heild.