Miðvikudagur 15. janúar, 2025
7.8 C
Reykjavik

Hluti rannsóknar flugslyssins á Þingvallavatni fer fram erlendis – „Þetta er tímafrekt“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Rannsókn á tildrögum flugslyssins við Þingvallavatn er enn í gangi samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi. Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni þann 22.apríl síðastliðinn, rúmum tveimur mánuðum eftir slysið, þann 3. febrúar.
Myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum sumarhúsa við vatnið voru afhentar lögreglu stuttu eftir slysið en sást til vélarinnar á nokkrum þeirra.

Samkvæmt heimildum Mannlífs náðist vélin á myndband þar sem henni virðist beint niður að frosnu vatninu til lendingar. Vert er að taka fram að slíkar upplýsingar hafa áður komið fram á mbl.is. Mannlíf ræddi við Þröst Egil Kristjánsson, aðalvarðstjóra, sem vildi lítið tjá sig um hvað sæist á umræddum myndböndum. „Eina svarið sem að þú færð frá mér er að málið er í rannsókn. Það verða ekki gefnar upplýsingar um niðurstöðu einstaka rannsóknarparta á meðan að svo er,“ sagði Þröstur. Aðspurður hvenær mætti búast við niðurstöðu úr rannsókn kvaðist hann ekki getað sagt til um það.
„Það er ennþá verið að vinna í rannsókn á flugvélinni. Hluti af því fer væntanlega fram erlendis og þá getur maður ekki lofað fyrir aðra en okkur þannig að ég þori ekkert að segja um það. Þetta er tímafrekt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -