Dalhús ehf er að byggja nýjar og glæsilegar íbúðir við Hlíðarenda, 102 Reykjavík, og nú þegar er fyrsti áfangi er komin í sölu og verða íbúðirnar glæsilegu afhentar í janúar og mars.
Engar áhyggjur – íbúðirnar afhendast fullbúnar; með gólfefnum, uppþvottavél; ísskáp og ljósum.
Nefna má að ljós eru innbyggð að hluta; kubbaljós; ljósakúplar og kastarar fylgja.
Og það væsir svo sannarlega ekki um neinn á baðherberginu, en í þessum nýju flottu íbúðum eru flísalögð baðherbergi í hólf og gólf.
Einnig eru flísar á gólfum á þvottahúsum; og þá er bílgeymsla er lokuð og upphituð og alveg frostfrí og með loftræstingu.
Sameiginlegt bílastæðahús er fyrir húsið í heild sinni og allar íbúðir eru með bílastæði í bílastæðahúsi.
Bílskúrar fylgja nokkrum eignum og eru þau innan bílastæðahúss; bílastæði eru fyrir framan bílskúr, og þá er sér geymsla fyrir innan bílskúr.
Þessi glæsilegu hús eru öll sambyggð og verður einstaklega fallegur og skjólgóður garður í miðjunni, sem íbúar geta notað á góðum degi.
Garðurinn verður aflokaður og því hugsaður eingöngu fyrir íbúa hússins.
Eigandi Dalhús ehf hefur byggt sterk og endingagóð hús til fjölda á ára; byggingaverktaki sem kann sitt fag upp á tíu.
Núna er hverfið byrjað að taka á sig mynd og vinsældir þess að aukast mikið, enda staðsetningin einstök; stutt í alla helstu þjónustu – hvort sem það er atvinna, skólar, útivist eða önnur þjónusta.
Lind fasteignasala er byrjuð að sýna áhugasömum kaupendum eignirnar og er hægt að skoða og gera tilboð alla daga. Vanti einhverjar upplýsingar um verkefnið þá er þær að finna hér.