Fimmtudagur 21. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Jólasveinninn mætir á „Jól í júlí“ hjá Hjálpræðishernum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Jól í júlí verður haldið í fyrsta skipti hér á Íslandi núna í ár en herferðin á sér þó fyrirmynd hjá Hjálpræðishernum erlendis,“ segir Hlynur, starfsmaður Hjálpræðishersins. „Herferðin vakti mikla lukku erlendis og það er okkur sönn ánægja að halda jól í júlí enda jólin æðisleg.

Aðaláhersluatriðin eru að eyða tíma saman og vekja athygli á starfsemi Hjálpræðishersins sem er allan ársins hring og afla fjárs fyrir því starfi sem við erum að vinna svo að við getum gert það af þeim krafti sem við viljum vinna fyrir samfélagið okkar.

Jólasveinn sem líklegast verður með strandpokan sinn fullan af nammi og góðgæti fyrir krakkana.

Við komum saman og eyðum tíma saman, húsið okkar, Herkastalinn, býður upp á mikið pláss til þess að vera með alls konar hluti í gangi í einu og þar á meðal verður jólasveinn sem líklegast verður með strandpokan sinn fullan af nammi og góðgæti fyrir krakkana. Hann hvíslaði að okkur að hann langaði til þess að læra að dansa Tiktok-dans og ætlar að fá aðstoð krakkanna í Compass og þeirra sem mæta til þess að kenna sér einhver spor.“

Hlynur hjá Hjálpræðishernum

Skapa öruggt samfélag

Hjálpræðisherinn tekur á móti 200-300 manns daglega í opið hús og er opið hús opið í hádeginu á virkum dögum. „Á opnu húsi getur efnaminna og jaðarsett fólk fengið máltíðir endurgjaldslaust og þeir sem borga fyrir sína máltíð eru í raun að greiða fyrir sig og einhvern annan sem hefur ekki tök á því að gera það. Máltíðin kostar litlar 1700 krónur og er elduð á staðnum. Matseðill vikunnar er aðgengilegur á herinn.is  Ásamt því erum við með Kastalakaffi sem er kaffihús í Herkastalanum sem er með sanngjörn verð og gómsætar kökur og tertur. Svo er leikjanámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára. Á námskeiðinu er mest unnið með frjálsan leik, úti og inni, ásamt föndri og stuttum ferðum. Lagt er upp með að börnin njóti sín sem best og að námskeiðið efli vináttu- og samskiptafærni. Innifalið er hafragrautur að morgni, heitur matur í hádegi og síðdegishressing.“

Við erum að skapa öruggt samfélag þar sem fólk getur komið saman og notið sín.

- Auglýsing -

Hlynur segir að opið hús og Hertex-kort úthlutanir séu með stærri verkefnum sem Herkastalinn sé með í gangi. „Það má samt ekki gleyma að allir okkar dagskráliðir eru gerðir til þess að þjóna samfélaginu og eru þeir allir mikilvægir á sinn hátt. Við erum að skapa öruggt samfélag þar sem fólk getur komið saman og notið sín.“

Markmið Hjálpræðishersins segir Hlynur vera að skapa samfélag þar sem öllum finnist þeir vera velkomnir og rétta fram hjálparhendi til þeirra sem þurfa það hvað mest í samfélaginu.

Hjálpræðisherinn flutti fyrr á þessu ári í nýtt húsnæði við Suðurlandsbraut. „Húsið er gríðarlega mikilvægt og var það hannað með okkar starfsemi í huga þannig að það gæti hentað starfsemi Hjálpræðishersins. Það voru margir sem höfðu áhyggjur af því að þetta væri of stórt en síðan við fluttum í Herkastalann hér á Suðurlandsbrautinni hefur starfsemin vaxið svo mikið að húsið er í fullri nýtingu allan ársins hring.“

- Auglýsing -

Hlynur hjá Hjálpræðishernum

Ómetanlegt

Þegar starfið skiptir miklu máli fyrir stóran hóp í samfélaginu.

Hlynur segist vinna hjá Hjálræðishernum vegna þess að hann telji að starf sitt stuðli að því að fleira fólki sé hjálpað í nærsamfélagi sínu. „Ég hef ekki þegið neina hjálp hjá Hjálpræðishernum. Það er hins vegar gríðarlega gefandi að vinna hjá vinnuveitanda sem er að láta gott af sér leiða daglega; þegar starfið skiptir miklu máli fyrir stóran hóp í samfélaginu. Það að vera partur af slíku starfi er ómetanlegt. Ásamt því er starfsfólkið sem vinnur hjá Hjálpræðishernum bara ótrúlega skemmtilegt og kærleiksríkt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -