- Auglýsing -
Lægð færist norðaustur yfir Ísland í dag; snýst vindur í vestanátt og verður á bilinu 10 til 18 metrar á sekúndu.
Búast má við skúrum, fyrst suðvestantil; að það kólni í veðri.
Önnur lægð er á leiðinni – kemur á morgun; mun henni fylgja allhvöss sunnanátt, rigning sem og hlýnandi veður.
Á þriðjudaginn verður veður ekki ósvipað; vindur gengur þá í suðvestlægari átt.
Úrkoma mun verða á sunnan- og vestanverðu landinu – þó verður hlýtt í veðri um nánast allt landið.