Miðvikudagur 20. nóvember, 2024
-5.1 C
Reykjavik

Hlýtur Tranströmerverðlaunin: „Ljóð hans hafi með glettni og undrun varðveitt þúsundir augnablika“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Góðar fréttir voru að berast núna varðandi bókmenntir á Íslandi.

Gyrðir Elíasson hlýtur Tranströmerverðlaunin 2024.

Já, rétt í morgunsárið áðan var tilkynnt að Gyrðir Elíasson hljóti þessi virtu ljóðaverðlaun og segir í rökstuðningi valnefndar að „ljóð hans hafi með glettni og undrun varðveitt þúsundir augnablika þar sem tilveran er fallvölt“.

Tomas Tranströmer.

Tranströmerverðlaunin voru stofnsett 1997 af bænum Västerås í Svíþjóð til til heiðurs ljóðskáldinu Tomas Tranströmer sem þar var búsettur frá 1965 til 2000.

Verðlaunin eru veitt annaðhvert ár og er verðlaunaféð 200.000 sænskar krónur.

Västerås í Svíþjóð.

Verðlaunahafinn er útnefndur af valnefnd og var Tomas Tranströmer virkur í þeirri nefnd og tók þátt í störfum hennar meðan hann lifði. Markmið verðlaunanna er „að verðlauna afburða skáldskap í anda Tranströmers“.

- Auglýsing -

Verðlaunahafar skulu vera frá Norðurlöndum eða löndunum sem liggja að Eystrasalti. Í undantekningar tilvikum er hægt að veita þau höfundum utan þess landsvæðis.

Verðlaunin verða veitt þann 12. október 2024 á Bókmenntahátíðinni í Västerås.

Þess má einnig geta að úrval ljóða Gyrðis kemur út á sænsku síðar á þessu ári í þýðingu Johns Swedenmark hjá forlaginu Pequods.

- Auglýsing -
Soffía Auður Birgisdóttir. doktor í bókmenntafræði.

Það er bókmenntafræðingurinn og doktorinn Soffía Auður Birgisdóttir sem greindi fyrst frá þessu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -